Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 77

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 77
Anna Guðrún Edvardsdóttir, Óskar Kristjánsson og Hugrún Harpa Reynisdóttir 77 .. Sveitarfélagið Hornafjörður Árið 1998 sameinaðist Hornarfjarðarbær Borgarhafnarhreppi, Bæjarhreppi og Hofshreppi og mynduðu Sveitarfélagið Hornafjörð en fjórum árum áður höfðu Hafnarkauptún, Nesjahreppur og Mýrarhreppur sameinast í Hornafjarðarbæ. Í Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 (2014) segir að sveitar félagið „nær yfir alla Austur-Skaftafellssýslu, frá Skeiðarársandi í vestri til Lónsheiðar í austri, frá strönd í suðri að mærum nágrannasveitafélaga í fjalllendi og jöklum í norðri (bls. 13). Ljóst er að sveitarfélagið er víðfeðmt (Mynd 1). Sterk staða sjávarútvegs hefur átt mestan þátt í að treysta grundvöll atvinnulífs og byggðar í sveitarfélaginu en undanfarna áratugi hefur ferðaþjónusta verið vaxandi atvinnugrein en fjöldi ferðamanna heimsækir ýmsar náttúruperlur sem tilheyra sveitar- félaginu, svo sem Skaftafell og Jökulsárlón á Breiðamerkursandi (Sveitarfélagið Hornafjörður, e.d.). Í sveitafélaginu eru íbúar samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands þann 1. janúar 2023, 2.547, þar af eru 1.347 karlar og 1.200 konur. Í sveitafélaginu þann 1. janúar 2023 bjuggu 740 erlendir ríkisborgarar sem eru tæplega 29% íbúa. Þar sem rannsóknin náði til ungs fólks á aldrinum 15-30 ára sýnir taflan hér að neðan aldur og kyn þessa aldurshóps. Eins og taflan sýnir þá er stærsti hópurinn 26-30 ára og þar eru karlar í meiri- hluta. Næst fjölmennasti hópurinn eru einstaklingar 21-25 ára og þar eru konur ívíð fleiri. Í yngsta aldurshópnum sem könnunin náði til eru konur fleiri en alls tilheyra 165 þeim hópi. Tafla 1. Mannfjöldi 15-30 ára í Sveitarfélaginu Hornafirði. Aldur Karlar Konur Alls 15-20 ára 21-25 ára 79 123 86 139 165 262 26-30 ára 165 126 291 (Hagstofa Íslands, 2023a). Aðferðafræði Til ‏þess að svara rannsóknarspurningunni var ákveðið að taka bæði einstaklings- og rýnihópaviðtöl og leggja fyrir ungt fólk rafræna spurningakönnun. Í rannsókninni var því beitt bæði eigindlegum og megindlegum aðferðum. Einstaklings- og rýnihópaviðtöl Val á viðmælendum fer yfirleitt fram á meðvitaðan hátt, þannig að viðmælendur sem valdir eru þjóna tilgangi rannsóknar og eru þar af leiðandi sérfræðingar í því sem spurt er um á einn eða annan hátt (Carmichael og Cunningham, 2017). Því var ákveðið að taka viðtöl við fulltrúa þeirra sem starfa með ungu fólki eða vinna á einhvern hátt að málefnum hópsins. Val á viðmælendum tók mið af því og voru fimm einstaklingsviðtöl tekin við þrjár konur og tvo karla en öll voru íslenskir ríkisborg- arar. Þá voru tekin tvö rýnihópaviðtöl þar sem þátttakendur voru 11 ungir karlmenn, bæði íslenskir og af erlendum uppruna. Viðtölin voru tekin í apríl 2021. Einstaklingsviðtölin voru tekin í gegnum samskiptaforritið Zoom en rýnihópaviðtölin í húsnæði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu á Höfn. Öll viðtölin voru hljóðrituð. Í viðtölunum var lögð áhersla á afslappað andrúmsloft á meðan þau fóru fram og viðmælendur voru hvattir til að segja það sem þeim bjó í brjósti ef þeim fannst það þjóna tilgangi rannsóknarinnar. Með rýnihópum er verið að afla gagna frá hópi af völdum einstaklingum með það að markmiði að fá fram persónulega reynslu, skoðanir, viðhorf og sjónarhorn þátttakendanna til málefna sem eru mikilvæg fyrir markmið rannsóknarinnar. Lagðar eru fyrir opnar spurningar og þær ræddar í hópnum og má segja að rýnihópar liggi einhvers staðar á milli þess að vera fundur og samræður þar sem rannsakandi stýrir framvindunni og fylgist einnig með samspili einstaklinganna innan hóps-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.