Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 80

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 80
Staða og líðan ungra karlmanna í landsbyggðarsamfélagi 80 .. Mikill meirihluti þátttakenda í spurningakönnuninni taldi litla afþreyingu vera til staðar fyrir ungt fólk, sérstaklega fyrir þá sem ekki stunduðu þær íþróttir sem væru í boði á vegum íþróttafélagsins Sindra og nefndu þátttakendur m.a. annars konar íþróttir, kaffihús, ýmis námskeið, tónlistarsmiðju og útivistarsvæði. Þessi niðurstaða var í samræmi við rýnihópaviðtölin en þar kom fram að miðað við stærð sveitarfélagsins þá væru afþreyingarmöguleikarnir góðir og ungt fólk þyrfti að taka málin í sínar eigin hendur og koma með eitthvað nýtt til að auka afþreyingu á staðnum. Mikill meirihluti svarenda í könnuninni voru virkir í einhvers konar félags- eða íþróttastarfi og þátttakendur fundu ekki fyrir álagi í tengslum við slík störf. Nám, frammistaða og árangur í skóla Þegar rýnt var í niðurstöður um menntun og nám, kemur í ljós að mikill meirihluti þátttakenda í spurningakönnuninni taldi að menntun væri mikilvæg og sáu svarendur tilgang með því námi sem þeir stunduðu. Næstum allir þátttakendur stefndu á áframhaldandi nám og flestir stefndu á háskóla- nám. Athygli vakti að svarendur voru með skýra sýn á það sem þeir ætluðu að læra í framtíðinni. Þeir sem ætluðu ekki í nám höfðu ekki þessa skýru framtíðarsýn. Sú niðurstaða var í samræmi við niðurstöðu rýnihópaviðtala, þar sem fram kom ánægja þátttakenda með Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) og námsframboðið í skólanum sem þeir töldu henta áformum þeirra til áframhaldandi náms. Þessi niðurstaða var hins vegar í ósamræmi við einstaklingsviðtölin en þar komu fram áhyggjur viðmælenda um hversu stór hópur sem stundaði nám í framhaldsskóla sjái ekki tilgang með náminu. Einnig sáu ungu karlmennirnir í rýnihópaviðtölunum mikilvægi skólans í samfélagslegu samhengi. Svarendur í könnuninni fundu ekki fyrir miklu álagi í námi sínu en meiri- hluti þeirra vann með námi og þær ástæður sem svarendur gáfu upp voru flestar fjárhagslegs eðlis. Þá fundu svarendur í könnuninni ekki fyrir álagi af því að vinna með námi og var sú niðurstaða í nokkru ósamræmi við niðurstöður einstaklings- og rýnihópaviðtala sem töldu að vinna með námi kæmi niður á frammistöðu í náminu. Í rýnihópaviðtölunum kom fram að ungir karlmenn upplifa samfélagslegan þrýsting á að þeir eigi að vinna, hvort sem það er með námi eða ekki og að þeir væru beinlínis hvattir til að fara að vinna við lok grunnskóla. Þátttakendur í einstaklingsviðtölunum töldu það vera auðveldara fyrir drengi að fá vel launaða vinnu án menntunar heldur en stúlkur. Það þýddi að þeir skiluðu sér ekki í áframhaldandi nám, sér- staklega í háskólanám. Það sem skipti mál í þessu sambandi væru viðhorf heimilanna til náms og hvatning fá foreldrum. Líðan ungs fólks Þegar þátttakendur í spurningakönnuninni áttu að meta andlega líðan sína, tilfinningar, áhrif sam- félagsmiðla á andlega líðan og um upplýsingar og aðgengi að sálfræðiþjónustu í sveitarfélaginu töldu þeir andlega líðan sína og vina sinna góða bæði í og eftir COVID-19 faraldurinn. Þessi niður- staða er ekki í samræmi við niðurstöður úr rýnihópaviðtölunum en þar kom fram að þeir ungu karl- menn sem þar tóku þátt upplifðu vanlíðan í COVID þegar takmarkanir voru í samskiptum. Þegar kom að því að meta upplýsingar um og aðgengi að sálfræðiþjónustu í sveitarfélaginu töldu þátt- takendur spurningakönnunarinnar það vera slæmt, en þrátt fyrir þá niðurstöðu hafði um helmingur þátttakenda leitað sér aðstoðar vegna andlegrar heilsu en í litlum mæli innan sveitarfélagsins. Þessi niðurstaða var í samræmi við umfjöllun rýnihópanna þar sem fram kom að ungir karlmenn ræða ekki andlega líðan sína og eiga erfitt með að leita sér aðstoðar. Þeir töldu enn fremur að samfélags- legur þrýstingur og ákveðnar staðalímyndir væru ríkjandi um hvernig drengir eigi að vera og haga sér, t.d. að karlar gráta ekki og sýna ekki tilfinningar. Þátttakendur í rýnihópaviðölum töldu slíkar staðalímyndir eiga uppruna sinn í samfélaginu og nefndu viðhorf heimila og uppeldi í þessu sam- bandi. Þeim fannst erfitt að komast út úr þessari staðalímynd karlmennskunnar sem þeim hafi verið innprentuð. Einnig kom fram að skólaganga og íþróttaiðkun hefðu jákvæð áhrif á andlega líðan en það sem hefði neikvæð áhrif væru kröfur sem þeir upplifðu að væri á ungt fólk í samfélaginu um að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.