Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 87
Íslenska þjóðfélagið 2. tbl. 14. árgangur 2023, 87–106
© höfundar 2023. Tengiliður: Þóroddur Bjarnason, thoroddur@hi.is
Vefbirting 29. desember 2023. Birtist á vefnum https://www.thjodfelagid.is
Útgefandi: Félagsfræðingafélag Íslands, Gimli, Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
ÍSLENSKA
ÞJÓÐFÉLAGIÐ
tímarit um íslenskt þjóðfelag … … sem fræðilegt viðfangsefni
„Beint flug er næs“
Svæðisbundin áhrif millilandaflugs frá Akureyri
Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands
og rannsóknaprófessor í byggðafræði við Háskólann á Akureyri
Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur og lektor
við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri
Guðný Rós Jónsdóttir, MA nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands
ÚTDRÁTTUR: Flugsamgöngur hafa mikil áhrif á efnahagslega, pól-
itíska og menningarlega stöðu einstakra samfélaga. Á síðustu áratugum
hefur fyrirkomulag flugs hefðbundinna flugfélaga um stóra tengiflugvelli
skapað margvísleg sóknarfæri fyrir beint flug óhefðbundinna flugfélaga.
Á Íslandi hefur millilandaflug um Keflavíkurflugvöll og rekstrarlíkan Icel-
andair valdið umtalsverðum ójöfnuði milli landshluta í aðgengi að utan-
landsferðum og hvatt til opnunar fleiri gátta inn í landið. Hér er fjörutíu ára
saga millilandaflugs um Akureyrarflugvöll rakin í ljósi þróunar farþega-
flugs á Vesturlöndum og mat lagt á áhrif einstakra flugfélaga. Niðurstöður
sýna að slíkt flug hefur dregið verulega úr ójöfnuði í utanlandsferðum og
aukið lífsgæði íbúanna. Um þriðjungur Akureyringa ferðaðist milli landa
með Niceair á tíu mánaða tímabili 2022–23 og flugið jók einnig lífsgæði
þeirra sem ekki nýttu sér það. Annars staðar á Norðurlandi eystra stuðlaði
flug Niceair einnig að auknum utanlandsferðum og hafði nokkur áhrif á
lífsgæði en áhrifin voru lítil á Norðurlandi vestra og Austurlandi. Flug
Niceair til Kaupmannahafnar og Tenerife sýndi að heimamarkaðurinn á
Norðurlandi eystra getur staðið undir reglubundnu millilandaflugi allan
ársins hring en ferðir erlendra ferðamanna eru nauðsynlegar til að tryggja
ásættanlega sætanýtingu á öllum leggjum. Að lokum er lagt heildarmat á
samfélagsleg áhrif og framtíðarhorfur millilandaflugs um Akureyrarflug-
völl.
LYKILORÐ: Millilandaflug – samfélagsáhrif – Norðurland