Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 88
„Beint flug er næs“: Svæðisbundin áhrif millilandaflugs frá Akureyri
88 ..
ABSTRACT: Air travel has significant economic, political, and cultural
effects on communities. Over the past decades, the centralization of tradi-
tional airlines at major hub airports has created various new opportunities
for direct flights by other types of airlines. In Iceland, international flights
through Keflavik Airport and the business model of Icelandair have resul-
ted in considerable inequality in international travel between regions and
spurred calls for more gateways into the country. In this paper, the forty-
year history of international flights at Akureyri Airport is traced in the
context of the development of passenger flights in Western countries, and
the impact of different airlines is assessed. Results show that such flights
have significantly reduced inequality in international travel and improved
local quality of life. About one-third of Akureyri residents traveled int-
ernationally with Niceair over ten months in 2022–23, and the flights also
improved the quality of life for those who did not travel. Niceair also cont-
ributed to increased international travel elsewhere in Northeast Iceland
and had some impact on the quality of life, but the effects were negligible
in Northwest and East Iceland. Niceair flights to Copenhagen and Tenerife
demonstrated that the local market in Northeast Iceland can support re-
gular international flights all year round, but foreign tourists are necessary
to ensure acceptable load factors on all legs. Finally, the societal impact
and future prospects of international flights through Akureyri Airport are
assessed.
KEYWORDS: International flights – Social Impact – Northern Iceland
Inngangur
Flugsamgöngur líkt og önnur samgöngukerfi endurspegla og endurskapa í sífellu efnahagsleg, pól-
itísk og menningarleg valdatengsl einstakra samfélaga. Uppnefni á borð við útnára, útkjálka, útskæ-
kil, hundsrass eða krummaskuð endurspegla þannig margþætta jaðarsetningu lítilla byggðarlaga sem
eru fjarri valdastöðum innan lands eða utan. Á síðustu öld gegndi innanlandsflugið um Reykjavíkur-
flugvöll lykilhlutverki í því að treysta borgina í sessi sem þjónustu- og valdamiðstöð fyrir landið
allt og efla miðstöðvar einstakra landshluta sem voru með reglulegum flugsamgöngum í seilingar-
fjarlægð frá miðborginni. Með sama hætti gjörbreytti millilandaflugið um Keflavíkurflugvöll stöðu
borgarinnar gagnvart ýmsum helstu stórborgum Vesturlanda og varð þegar fram liðu stundir mun
mikilvægara en innanlandsflugið sem tengdi höfuðborgina við minni staði um land allt.
Stofnæðar farþegaflugsins liggja á milli stórra alþjóðaflugvalla sem yfirleitt eru heimaflugvellir
stórborganna og þaðan liggja ótal leiðir til minni svæðisbundinna flugvalla minni borga og bæja.
Stóru hefðbundnu flugfélögin starfrækja viðamikil kerfi mönduls-og-teina (e. hub-and-spokes) þar
sem möndlar stórra alþjóðaflugvalla tengjast endastöðvum svæðisbundinna flugvalla (De Neufville,
2008; Reynolds-Feighan, 2000). Möndlar einstakra kerfa eru yfirleitt tengdir saman með tíðum ferð-
um stórra farþegaþotna en flug til svæðisbundinna flugvalla er gjarnan með minni skrúfuflugvélum
stóru flugfélaganna og samstarfs- eða undirfélaga þeirra.
Yfirleitt ríkir hörð samkeppni á flugleiðum milli stórra flugvalla og flugverð er því oft mjög
hagstætt, en verðlagning flugferða til svæðisbundinna flugvalla miðaðist fremur við samkeppnina
við akstur á sömu leið og greiðsluvilja farþega í viðskiptaerindum (Halpern og Brathen, 2011; Rey-
nolds-Feighan, 2000; Suzuki o.fl., 2003). Þótt slík kerfi geri fólki í vinnuferðum á vegum fyrirtækja
eða stofnana kleift að komast hratt og örugglega milli staða (Zeigler o.fl., 2017) skapa þau því jafn-
framt verulegan ójöfnuð í hreyfanleika almennings á mismunandi svæðum.