Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 90

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 90
„Beint flug er næs“: Svæðisbundin áhrif millilandaflugs frá Akureyri 90 .. Innanlands hefur félagið frá upphafi tengt helstu byggðakjarna í öðrum landshlutum við höfuð- borgina og lengst af verið laust við samkeppni frá öðrum flugfélögum. Þó var hörð samkeppni í innanlandsfluginu milli Flugfélags Íslands og Loftleiða í átta ár eftir síðari heimsstyrjöld, en henni lauk snögglega þegar stjórnvöld veittu Flugfélagi Íslands sérleyfi á helstu flugleiðum innanlands árið 1952 (Jakob F. Ásgeirsson, 2009). Loftleiðir hröktust þannig af innanlandsmarkaði en með því hófst jafnframt mikil og vaxandi samkeppni í millilandaflugi þar sem Flugfélag Íslands flaug til Kaup- mannahafnar og síðar fleiri borga í Norður-Evrópu en Loftleiðir urðu brautryðjendur í ódýru flugi milli Evrópu og Norður-Ameríku með tengiflugi um Keflavíkurflugvöll. Árið 1973 stóðu íslensk stjórnvöld að sameiningu Flugfélags Íslands og Loftleiða undir merkjum Flugleiða innanlands en Icelandair á alþjóðlegum flugmarkaði og hefur það félag haft yfirburðastöðu í farþegaflugi á Íslandi allar götur síðan. Afnám hafta í farþegaflugi Árið 1978 hættu bandarísk stjórnvöld afskiptum af áfangastöðum og verðlagningu flugfélaga og næstu áratugina hurfu fjölmörg hefðbundin bandarísk flugfélög af sjónarsviðinu í harðri samkeppni um verð fremur en þjónustu (Reynolds-Feighan, 2010b; Wilson og Klovers, 2020). Í Evrópu voru höft á flugstarfsemi einnig afnumin og flest ríkisflugfélög einkavædd á árunum 1992–1997 (Ramos- Pérez og Sánchez-Hernández, 2013; Reynolds-Feighan, 2001, 2010a). Einstaka fyrrum ríkisflug- félög fór í þrot en fleiri runnu inn í stórar samstæður flugfélaga sem starfræktu þau áfram sem sérstök vörumerki. Á árunum 1997–2000 urðu jafnframt til alþjóðleg bandalög hefðbundinna bandarískra og evrópskra flugfélaga ásamt flugfélögum í öðrum heimsálfum (Nolan o.fl., 2001). Í þessum umhleypingum í kjölfar afnáms hafta þróaðist leiðarkerfi margra hefðbundinna flug- félaga frá flóknu neti beinna flugleiða milli einstakra staða yfir í „möndul-og-teina“ kerfi (e. hub and spokes) þar flugið var skipulagt um eina flugmiðstöð eða möndul með teinum til fjölmörgra áfangastaða (De Neufville, 2008; Reynolds-Feighan, 2000; Derudder o.fl., 2007). Með því að sam- ræma komu- og brottfarartíma gátu flugfarþegar þannig komist í bylgjum milli áfangastaða innan hvers kerfis og milli kerfa með flugi milli slíkra möndla. Í Norður-Ameríku kom hvert flugfélag sér upp mörgum samtengdum möndlum þvert yfir heimsálfuna en í Evrópu þróuðust leiðakerfi margra fyrrum ríkisflugfélaga frá geislum út frá einstökum höfuðborgum yfir í möndul-og-teina kerfi að bandarískri fyrirmynd. Þótt Icelandair hafi komið fram á sjónarsviðið árið 1973 var leiðarkerfi Loftleiða milli Evrópu og Bandaríkjanna þó í raun rekið samhliða leiðakerfi Flugfélags Ísland til Evrópu allt þar til Flugstöð Leifs Eiríkssonar tók til starfa árið 1987 (Arnþór Gunnarsson, 2018). Með nýrri flugstöð sem reist var af hinu opinbera, fjölgun ferða og samræmingu lendingar- og brottfararartíma gat Icelandair tekið upp nýtt mönduls-og-teinakerfi í millilandafluginu og þannig boðið upp á fjölbreytt tengiflug um Keflavíkurflugvöll milli fjölmargra borga í Evrópu annars vegar og í Bandaríkjunum hins vegar. Árið 1997 voru höft á flugstarfsemi að fullu afnumin á evrópska efnahagssvæðinu. Í aðdraganda þess var Flugfélag Norðurlands sameinað innanlandsdeild Flugleiða í endurstofnuðu Flugfélagi Ís- lands. Þetta dótturfélag Icelandair átti í kjölfarið í harðri samkeppni við Íslandsflug í innanlandsflugi frá Reykjavík til Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar og Vestmannaeyja en þeirri samkeppni lauk með fullum sigri Flugfélags Íslands þremur árum síðar. Árið 2017 var Flugfélag Íslands endurnefnt Air Iceland Connect en það félag rann fjórum árum síðar aftur inn í Icelandair. Líkt og á tímum sérleyfa og hafta í farþegaflugi starfa nú tvö lítil sjálfstæð flugfélög (Flugfélagið Ernir og Norlandair) sem stunda reglubundið áætlunarflug með litlum skrúfuvélum til smærri staða sem Icelandair sinnir ekki. Vöxtur lággjaldaflugfélaga Á síðustu áratugum hafa lággjaldaflugfélög vaxið hratt og ógnað hefðbundnum flugfélögum með afar ódýru flugi á fjölförnum flugleiðum. Þótt rekja megi vöxt lággjaldaflugfélaga til afnáms hafta í farþegaflugi og ósveigjanleika möndla-og-teina kerfa hefðbundinna flugfélaga er saga þeirra tals-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.