Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 92

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 92
„Beint flug er næs“: Svæðisbundin áhrif millilandaflugs frá Akureyri 92 .. Íslensku lággjaldaflugfélögin Iceland Express (2003–2012), Wow (2012–2019) og Play (2019– ) hafa leigt farþegaflugvélar frá ýmsum erlendum flugrekstraraðilum þótt Wow og Play hafi jafnframt haft íslensk flugrekstrarleyfi. Slíkt fyrirkomulag hefur gert félögunum kleift að halda úti mun víð- tækari starfsemi en ef þau hefðu þurft að fjárfesta í eigin flugvélaflota. Í því er þó talsverð áhætta fólgin eins og sjá má af gjaldþroti Astaeus Airlines sem flaug fyrir Iceland Express árið 2011 og riftun Avolon á leigusamningum við Wow vegna vanefnda árið 2018. Bæði félögin lentu í miklum vandræðum með að finna annan flugrekanda og fóru í þrot innan árs. Þá fór norðlenska flugfélagið Niceair í þrot vorið 2023 vegna vanefnda flugrekstraraðilans HiFly eins og síðar verður rakið. Samfélagsleg áhrif flugsamgangna Áhrif flugvalla og flugfélaga Farþegaflug og önnur flugstarfsemi tengist aukinni framleiðni, hærri tekjum, meiri neyslu, aukinni einkafjárfestingu, auknum viðskiptum og fólksfjölgun á áhrifasvæðum flugvalla (Cattaneo o.fl., 2023; Florida, o.fl., 2015; Tveter, 2017; Wu o.fl., 2020; Özcan, 2014). Þetta samband er þó ekki ein- falt þar sem auknar flugsamgöngur geta einnig endurspeglað jákvæða samfélagsþróun og framboð á flugi þannig bæði verið orsök og afleiðing aukinnar eftirspurnar eftir flugi. Betri flugsamgöngur ýta undir hagvöxt, fólksfjölgun og aukna ferðaþjónustu en slíkur vöxtur stuðlar einnig að aukningu í flugsamgöngum (Bai og Wu, 2022; Mazzola o.fl., 2022; Pot og Koster, 2022). Slík jákvæð tengsl eru missterk eftir löndum og milli flugvalla innan einstakra landa (Allroggen og Malina, 2014; Brei- denbach, 2020; Pot og Koster, 2022). Auk beinna áhrifa á efnahagslíf, atvinnu og mannfjöldaþróun geta ódýrar og greiðar flugsam- göngur aukið lífsgæði fólks á margvíslegan hátt (Baxter o.fl., 2021; Halpern og Bråthen 2011; Smyth o.fl., 2012; Wu o.fl., 2020). Með þeim skapast fleiri möguleikar á orlofs- og skemmtiferðum og samskiptum við vini og ættingja í fjarlægum byggðarlögum, auk þess sem margvísleg þjónustu- sókn verður auðveldari. Þá geta flugsamgöngur skipt miklu máli fyrir viðgang háskólasamfélaga í dreifðari byggðum, bæði hvað varðar hreyfanleika háskólanema (Cattaneo o.fl., 2016) og starfsfólk háskólastofnana (Solvoll og Hanssen, 2018). Loks geta flugsamgöngur unnið gegn þeirri ímynd að dreifbýl svæði séu afskekkt og einangruð og þannig haft jákvæð áhrif á menningu og sjálfsmynd íbúanna (Baxter o.fl., 2021; Smyth o.fl., 2012). Víða um heim veita stjórnvöld flugfélögum því fjár- hagslegan styrk til að halda uppi flugi til fámennari og afskekktari byggðarlaga eða niðurgreiða far- gjöld flugfarþega (Fageda o.fl., 2018; Pita o.fl, 2014; Wittman o.fl, 2016). Tveir af hverjum þremur evrópskum flugvöllum eru litlir flugvellir með innan við milljón far- þega á ári en þeir þjóna þó aðeins 4% flugfarþega álfunnar (Redondi o.fl., 2013). Farþegaflug frá svæðisbundnum flugvöllum styttir ferðatíma verulega og fjölgar ferðum til og frá byggðarlögum á áhrifasvæði þeirra. Þannig áætla Redondi o.fl. (2013) að ferðatími til og frá dreifbýlum svæðum á Norðurlöndunum og í Suður-Evrópu myndi aukast um allt að 40% ef allt flug legðist af um evrópska flugvelli með færri en milljón farþega á ári. Slíkir flugvellir eru þó oft óhagkvæmir í rekstri þar sem fastur kostnaður við starfsemi þeirra dreifist á færri flug en kostnaður við rekstur stórra flugvalla. Í Noregi niðurgreiða þannig til dæmis fjórir stærstu flugvellirnir rekstur hinna 42 flugvallanna í flug- vallakerfi Avinor (Adler o.fl., 2013). Litlir svæðisbundnir flugvellir eru oft jaðarsettir í neti tengiflugs hefðbundinna flugfélaga sem í mörgum tilvikum bjóða aðeins flug með litlum eða meðalstórum skrúfuvélum til næsta stærri flug- vallar. Verðlagning slíkra flugferða miðaðist oft við samkeppnina við akstur á sömu leið og greiðslu- vilja farþega í viðskiptaerindum (Halpern og Brathen, 2011; Reynolds-Feighan, 2000; Suzuki o.fl., 2003). Flug á svæðisbundna flugvelli er þannig að jafnaði talsvert dýrara en flug milli stærri flug- valla, að teknu tilliti til flugvélategunda, vegalengda og sætanýtingar (Gillen og Hazledine, 2015). Þótt afnám hafta og aukin samkeppni í flugrekstri hafi víða leitt til aukinnar tíðni flugs og lægra verðs á fjölfarnari flugleiðum hefur hún í sumum tilvikum leitt til minni tíðni flugs og hækkandi verðs, einkum á fáfarnari flugleiðum sem aðeins eitt flugfélag sinnir (Lian, 2010; Reynolds-Feighan,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.