Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 99
Þóroddur Bjarnason, Jón Þorvaldur Heiðarsson og Guðný Rós Jónsdóttir
99 ..
ins 2023. Að sögn forstjóra félagsins gerði áætlun ársins 2023 ráð fyrir jafnvægi í rekstri og tekjum
upp á um 2,6 milljarða króna. Horfur félagsins voru taldar jákvæðar vegna veikingu dollarans, lækk-
andi olíuverðs, hækkandi verðs á flugi og mikilli spurn eftir leiguflugi.
Niceair fékk þó sviplegan endi vorið 2023. Við komu flugvélar Niceair til Kastrup flugvallar
þann 30. mars 2023 var áhöfninni tilkynnt skriflega að Avolon hefði rift þurrleigusamningnum um
vélina vegna vanefnda HiFly Malta og vélin yrði því samstundis gerð upptæk (Jacobsen, 2023). Öllu
flugi Niceair var í kjölfarið aflýst og árangurslausar tilraunir gerðar til að endurheimta vélina með
beinum samningi við Avolon eða leigja aðra vél í hennar stað. Í lok apríl var öllu starfsfólki Niceair
sagt upp og félagið lýst gjaldþrota í maí 2023.
Millilandaflug Niceair samkvæmt farþegaskrá
Alls voru farþegar Niceair 24.994 talsins, 18.718 á sjö mánaða starfstíma ársins 2022 en 6.276 á
fyrstu fjórum mánuðum ársins 2023. Þar af ferðuðust 79% milli Akureyrar og Kaupmannahafnar,
16% til og frá Tenerife og 5% fóru í borgarferðir til Edinborgar og Berlínar í haustið 2022. Alls
voru 11.874 einstaklingar á bak við þennan fjölda farþega og meðalfjöldi leggja var því 2,1 eða sem
samsvarar rétt rúmlega ferðalagi fram og til baka. Dreifingin er þó mjög skökk þar sem einstaka við-
skiptavinir fóru margar ferðir. Þannig flugu 20% farþega aðeins einn legg, 66% tvo leggi en 2% sex
eða fleiri leggi.
Tafla 3 sýnir meðaltöl sætanýtingar milli Akureyrar annars vegar og Kaupmannahafnar og Te-
nerife hins vegar. Hér ber þess þó að gæta að aðeins 125 sæti af 150 sætum Airbus A-319 vélarinnar
voru í boði í Tenerife fluginu til að tryggja fullnægjandi drægni.
Tafla 3. Sætanýting í flugi Niceair eftir áfangastöðum, tímabilum og flugdögum samkvæmt
farþegaskrá
AEY-CPH CPH-AEY AEY-TFS TFS-AEY Alls
Sætanýting eftir tímabilum:
Júní – ágúst 2022 74% 72% 64% 60% 70%
September – desember 2022 61% 63% 68% 62% 63%
Janúar – apríl 2023 52% 50% 58% 64% 54%
Sætanýting eftir flugdögum:
Miðvikudagar --- --- 63% 61% 62%
Fimmtudagar 68% 51% --- --- 60%
Sunnudagar 56% 71% --- --- 64%
Samtals 62% 61% 63% 61% 62%
Að jafnaði var sætanýtingin 62% en hún var þó mismunandi eftir áfangastöðum og tímabilum. Þann-
ig var sætanýting í Kaupmannahafnarflugi Niceair 72–74% sumarið 2022 en aðeins 50–52% fyrstu
þrjá mánuði ársins 2023. Sætanýting í Tenerife fluginu var jafnari en þó dró úr ferðum frá Akureyri
til Tenerife fyrstu þrjá mánuði ársins 2023. Hér kann að hafa skipt máli að snemma árs 2023 gengu
háværar sögur um rekstrarerfiðleika Niceair og líklegt má telja að það hafi dregið úr vilja fólks til
að nýta sér flugið.
Af töflu 3 má einnig sjá að sætanýting í Kaupmannahafnarfluginu var meiri á leið til Kaupmanna-
hafnar á fimmtudögum (68%) og frá Kaupmannahöfn á sunnudögum (71%) en í fluginu til baka
(51–56%). Þetta kann að skýrast af því að helgarferðir heimafólk frá Akureyri til Kaupmannahafnar
hafi verið umtalsvert fleiri en helgarferðir erlendra ferðamanna til Akureyrar.