Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 103

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 103
Þóroddur Bjarnason, Jón Þorvaldur Heiðarsson og Guðný Rós Jónsdóttir 103 .. stærri borgar (Þóroddur Bjarnason o.fl., 2023). Lítil flugfélög í Evrópu með eina eða tvær þotur í áætlunarflugi frá svæðisbundnum flugvöllum til stórborga og sólarlanda starfa hins vegar yfirleitt í borgum á stærð við Reykjavík fremur en Akureyri. Starfsemi og síðar gjaldþrot Niceair sýna glöggt styrkleika og veikleika svæðisbundinna flug- félaga og áhættuna sem fylgir leigu á farþegavélum. Niceair lagði mikla áherslu á góð tengsl við samfélagið og flugáætlanir þess miðuðu að verulegu leyti við þarfir heimafólks fyrir flug utan að morgni og heim að kvöldi. Félagið naut mikillar velvildar í samfélaginu og sætanýting þess var prýðileg. Hins vegar var félagið vanfjármagnað frá upphafi og lítið sem ekkert svigrúm var fyrir viðskiptaleg mistök eða óvænt áföll. Afar hagstæður samningur Niceair við HiFly um votleigu á far- þegaþotu í eigu Avolon sem gerður var í lok Covid reyndist félaginu þannig að lokum dýrkeyptur. Þegar aðstæður á flugmarkaði bötnuðu fór af stað flókin flétta sem leiddi til þess að Niceair missti frá sér flugvélina og varð í kjölfarið gjaldþrota. Að nokkru leyti má sjá hliðstæðu í falli Niceair árið 2023 og íslensku lággjaldaflugfélaganna Iceland Express árið 2012 og Wow árið 2019, en öll þrjú félögin urðu gjaldþrota í kjörfar þess að leigusamningar um farþegavélar við erlenda aðila brugðust. Þrátt fyrir stuttan líftíma og svipleg endalok sýndi starfsemi Niceair fram á ýmsa möguleika millilandaflugs um Akureyrarflugvöll. Þannig kom til dæmis í ljós að hægt væri að fljúga áætlunar- flug með farþegaþotu til Akureyrar allan ársins hring, en aðeins eitt flug var fellt niður vegna veðurs frá byrjun júní fram til byrjun apríl næsta ár. Jafnframt sýndi Niceair fram á umtalsverða eftirspurn eftir beinu áætlunarflugi og stærð heimamarkaðarins á Norðurlandi fyrir millilandaflug. Sætanýting á tíu mánaða líftíma félagsins var að meðaltali rétt um 60%, og um 70% á vinsælustu flugleggjunum. Íslendingar og útlendingar búsett á Norðurlandi fylltu að meðaltali 75 af 150 sætum Airbus-A319 vélarinnar og vinir þeirra og fjölskyldumeðlimir fylltu að meðaltali 15 sæti til viðbótar. Þessi tiltölu- lega stóri heimamarkaður býður upp á margvísleg tækifæri í uppbyggingu reglubundins millilanda- flugs frá Akureyri í framtíðinni. Niceair tókst hins vegar ekki að draga verulegan fjölda erlendra ferðamanna til Akureyrar. Þótt fimmtungur farþega hafi verið erlendir ríkisborgarar voru flestir þeirra búsettir á Íslandi eða í heim- sókn til fjölskyldu og vina á Íslandi. Raunar benda niðurstöður þessarar rannsóknar til þess að 97% farþeganna hafi verið Norðlendingar af íslenskum eða erlendum uppruna ásamt vinum og vensla- fólki en aðeins 3% hafi verið erlendir ferðamenn með engin tengsl við landið. Þetta hefði þó hugsan- lega breyst með lengri starfstíma, markvissara markaðsstarfi og fleiri áfangastöðum. Hlutdeild heimamarkaðarins í millilandaflugi Niceair skýrir einnig ójafna sætanýtingu í Kaup- mannahafnarflugi Niceair eftir vikudögum. Í heildina var sætanýtingin um 70% í ferðum frá Akureyri á fimmtudögum og til Akureyrar á sunnudögum en nálægt 50% á útleiðinni á sunnudögum og heim- leiðinni á fimmtudögum. Svo virðist sem helgarferðir Norðlendinga hafi tryggt góða sætanýtingu aðra leiðina en skortur á erlendum ferðamönnum leitt til slakari nýtingar hina leiðina. Þennan veik- leika hefði aðeins verið hægt að yfirvinna með jafnari skiptingu íslenskra og erlendra ferðamanna. Þá reyndist upptökusvæði Niceair innanlands talsvert samþjappaðra en bjartsýnar spár höfðu gert ráð fyrir. Þriðji hver Akureyringur og sjötti hver íbúi annars staðar á Norðurlandi eystra flaug með Niceair á tíu mánaða líftíma þess en aðeins 2% íbúa á Norðurlandi vestra og 4% íbúa á Austurlandi. Þetta kann að skýrast af því að upptökusvæði flugvalla er misstórt eftir t.d. fjarlægðum, aðgengi og áfangastöðum flugfélaga (Lieshout, 2012; Zhang og Xie, 2005). Akureyrarflugvöllur er aðeins 250 km nær Sauðárkróki en Keflavíkurflugvöllur og frá Hvammstanga er munurinn aðeins um 40 kílómetrar. Því má búast við sterkum áhrifum af beinu flugi til fjölmargra áfangastaða frá Keflavík auk ódýrara flugs til Kaupmannahafnar og Tenerife. Lítil notkun Austlendinga á millilandaflugi frá Akureyri kann að hins vegar að endurspegla hærri ferðatíðni þeirra með Norrænu frá Seyðisfirði. Í þessu sambandi væri áhugavert að bera millilandaflug frá Norður- og Austurlandi saman við millilandaflug frá Færeyjum og Grænlandi. Á Akureyri búa um 20 þúsund manns og um 50 þúsund á Norður- og Austurlandi, eða álíka margir og búa í Nuuk og á Grænlandi annars vegar og í Þórshöfn og í Færeyjum hins vegar. Aðstæður eru þó ólíkar þessum nágrannalöndum, ekki síst vegna þess að- Færeyingar og Grænlendingar eiga fárra annarra kosta völ í millilandaflugi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.