Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 112

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 112
Alþýðan og atvinnulífið: Félagslegt framtak á Eskifirði 1925 til 1937 112 .. Verðhrunið mikla eftir heimstyrjöldina fyrri var á skollið, og árin 1921, 1922 og 1923 voru öllum hin mestu erfiðleikaár og miklu þyngri en nokkur hafði látið sig dreyma um eða búist við. Flest fyrirtæki í verslun og útgerð voru ósjálfbjarga og áttu við hinn mesta vanda að etja, sem að sjálfsögðu kom þungt við bankana, sem þá eins og jafnan höfðu fest mikið fé í þeim atvinnugreinum. Það fé reyndist oft tapað og að minnsta kosti ekki innheimtanlegt um sinn. Kom þvi fljótt þungur vandi á herðar hinum unga bankastjóra við að ráða fram úr erfiðleikunum, þrátt fyrir það að árin 1924–1930 væru nokkru hagstæðari … Samkvæmt túlkun Jóns voru það gamlar skuldir fremur en nýjar sem þeir gengu svo hart eftir, Þor­ gils útibússtjóri og Páll Magnússon, sjálfstætt starfandi lögfræðingur á Eskifirði sem flutti austur sama ár og Þorgils og tók gjarna að sér erfið verkefni fyrir útibúið (Einar Bragi, 1973, bls. 17). Páll var líka sá oddviti hreppsnefndar sem beitti sér fyrir stofnun Andrafélagsins og var stjórnarformaður þess alla tíð. Skuldakreppan í íslensku atvinnulífi átti sér raunar enn eldri rætur en Jón lýsir. Mesti efnahags- samdráttur 20. aldar á Íslandi spannar árin 1914 til 1920, endaði með ósköpum í „stríðslokakrepp­ unni“ (alþjóðlegu verðhruni, „síldarkrakkinu“, falli „fiskhringsins“), og ekki fyrr en 1926 sem hæg­ fara hagvöxtur hafði náð aftur sama stigi og 1913. (Nánar um þetta: Helgi Skúli Kjartansson 2004, sjá heimildir þar; sjá einnig viðauka). Þrátt fyrir hagvöxt varð atvinnulífið, og einkum útflutnings­ framleiðslan, fyrir áföllum á þeim árum sem Jón nefnir. Það voru samt elstu áföllin sem mest munaði um. Því ollu gríðarlegir vextir sem skuldir hlóðu á sig. Um innlend vaxtakjör atvinnulífsins má miða við víxilvexti Landsbankans sem sveifluðust milli 6 og 8% á árunum 1920 til 1933. Stærri fyrirtæki skulduðu eitthvað erlendis, hugsanlega á lægri vöxtum, en ef stofnað var til skuldanna 1919 og 20 – þá var t.d. samið um endunýjun togaraflotans – þurfti að endurgreiða þær á mun óhagstæðara gengi. (gengisvísitala frá 1921 kringum 100 en hafði verið 152 og 128 árin 1919 og 20). Aðalatriðið er svo raunvextirnir. Frá verðbólgutoppi 1920 var nánast samfelld verðhjöðnun, örust þó fyrstu árin, uns vísitalan hafði lækkað um meira en helming á 11 árum (úr 421 niður í 196 árið 1931). Það þýðir hátt í 7% verðhjöðnun á ári, sem bæta má við víxilvextina og áætla raunvexti af skuldum atvinnulífsins allt að 20% í byrjun áratugarins og síðan nær 10%. Það munar um minna. Fyrirtæki sem einu sinni var orðið skuldugt, vegna áfalla í eigin rekstri eða hjá viðskiptavinum sínum, þurfti bæði mikinn hagnað og skjótan til að festast ekki í sjálfheldu óbærilegra vaxta. Bankarnir urðu sjálfir fyrir áföllum í stríðlokakreppunni, einkum Íslandsbanki, og urðu að leita aðstoðar ríkisins um fjármögnun. Afkoma þeirra þoldi ekki miklar afskriftir auk þess sem betur leit út í bókhaldi að færa til tekna vexti af skuldum sem í raun fengjust ólíklega greiddar að fullu. Ekki máttu bankarnir heldur valda efnahagshruni með því að setja of stóran hluta atvinnulífsins í uppnám á sama tíma. En einhvern veginn varð að vinda ofan af þessari snjóhengju skulda. Það voru bank­ arnir byrjaðir að gera ekki seinna en 1922 ef marka má hvernig þeir ráðstöfuðu varasjóðum sínum í afskriftir. Samanlagður varasjóður og óráðstafaður hagnaður bankanna tveggja hafði numið 9,7 milljónum króna í árslok 1921, upphæð sem dróst svo saman niður í 5,5 milljónir 1923, 2,6 milljónir 1925 og ekki nema 0,2 milljónir 1927. Í fyrstu virðast það einkum hafa verið aðalbankarnir í Reykjavík sem hertu innheimtu sína. Hjá sumum litlu útibúunum kom breytingin seinna og varð skyndilegri. Þá vakti hún líka meiri athygli, ekki síst þegar útibú beggja bankanna á Ísafirði voru samtaka um að ganga að veðum bátaútvegsins, sem leiddi til þess að bátafloti Ísfirðinga var að miklu leyti seldur úr bænum 1927. Þá báta voru bank­ arnir farnir að auglýsa til sölu í ársbyrjun, löngu fyrir stjórnarskipti. Sjá t.d. Guðmund Guðmundsson (1927). Guðmundur var faðir Haralds ráðherra, ritstýrði málgagni Alþýðuflokksins á Ísafirði og ritar þar í lok janúar snarpa ádeilugrein um bátasöluna en líka um aðdragandann, hvernig Íslandsbanki „jós fé í þá sem mest lán höfðu áður fengið“ og hafi þó „lengi verið augljóst“ að starfsemi þeirra „var á beinni leið til tjóns og töpunar“. Þótt varasjóðir bankanna væru nú horfnir í afskriftir var hreingerning lánasafnanna engan veginn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.