Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 116

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 116
Alþýðan og atvinnulífið: Félagslegt framtak á Eskifirði 1925 til 1937 116 .. Áföll í afurðasölu Það var ekki aðeins útgerð Andra sem gekk á afturfótunum 1931 heldur rak einnig hvert óhappið annað hjá bátaflotanum heima á Eskifirði. Vetrarvertíð hófst ekki fyrr en komið var fram í mars. Ástæðan var sú að bankarnir hikuðu við að veita rekstrarlán (Friðrik Steinsson, 1932). Nú var Út­ vegsbankinn tekinn við af Íslandsbanka á Seyðisfirði og greinilegt að hann stillti saman strengi við Landsbankann á Eskifirði. Trúlega hefur þurft ákvarðanir frá Reykjavík áður en byrjað var að bæta í lán hjá illa stöddum útgerðum. Sömuleiðis árið eftir, þegar bátaútvegur var enn verr staddur og „Landsbankaútibúið á Eskifirði, sem undanfarið hafði lánað útgerðinni stofnfé og rekstursfé, kippti algerlega og fyrirvaralaust að sér hendinni í ársbyrjun … svo við sjálft lá að útgerðin legðist þá öll niður“ (Ólafur H. Sveinsson og Arnfinnur Jónsson, 1933), eins og segir í fyrrnefndri skýrslu odd­ vitanna tveggja. Fyrstu mánuði vertíðar, áður en fiskur gekk á heimamið, reru Eskifjarðarbátar jafnan frá Horna­ firði (sjaldnar frá Djúpavogi) en fluttu aflann heim þar sem hann var fullverkaður (sbr. Smára Geirs­ son 1983, bls. 57 um Norðfjarðarbáta). Verslunarskýrslur kringum 1930 sýna sáralítinn útflutning frá Horna firði, sem skýrist af því að þaðan reru mest aðkomubátar og fluttu aflann heim. Þegar Austfjarðabátar voru komnir til Hornafjarðar 1931 hamlaði það veiðum að loðna, sem treyst var á til beitu, gekk ekki í Hornafjarðarós (Kristján Bergsson, 1932). Um vorið, þegar bátarnir reru frá Eskifirði, var aflatregða með eindæmum, sérstaklega hjá smábátum sem sóttu á grunnmið (Friðrik Steinsson, 1932). Þar við bættist sölutregða og verðfall á saltfiski, eins og Andrafélagið hafði líka orðið svo tilfinnanlega fyrir. Saltfiskur var þó ekki sú afurð sem Eskfirðingum reyndist verst á því mikla óhappaári. Síld var á þessum árum aðallega veidd fyrir Norðurlandi. Þar voru síldargöngur fyrirsjáanleg­ astar og hægt að landa aflanum bæði í söltun og bræðslu. Síld átti þó til að ganga að Austurlandi líka, jafnvel inn á firði. Það gerðist einmitt síðsumars 1931. Var þá reynt að nota tækifærið og veiða sem mest til söltunar, en síldarbræðsla var hvergi á Austfjörðum. Af þessari sumarsíld var langmest saltað á Eskifirði (Friðrik Steinsson, 1932). Undanfarin ár hafði opinbert fyrirtæki, Síldareinkasala ríkisins, haft einkarétt á að flytja út salt­ síld. Vegna sölutregðu og verðfalls var rekstur einkasölunnar erfiður, og 1931 bættist við misheppn­ uð verkun á síld sem kaupendur höfnuðu. Þegar söltun hófst á Austfjörðum var Síldareinkasalan komin í fjárþrot, hafði ekki tök á að kosta verkun síldarinnar, hvað þá að greiða útvegsmönnum upp í væntanlegt verð aflans. Þess í stað bauðst hún til að ábyrgjast afurðalán sem bankarnir, aðallega Landsbankinn á Eskifirði, veittu síldarútveginum. Einkasalan skuldaði nú stórfé umfram eignir; til­ raun til að endurskipuleggja hana strandaði á andstöðu útgerðarmanna, og fór svo að ríkisstjórnin lét undan kröfum um að leggja hana niður. Var ákveðið með bráðabirgðalögum að slíta henni, að miklu leyti eins og um gjaldþrot væri að ræða. (Aðferðina má að vissu marki bera saman við slit föllnu bankanna 2008.) Eignir slitabúsins fóru allar í forgangskröfur, ekkert var eftir til að borga síldar­ eigendum eða til að standa við ábyrgðir á afurðalánunum. Austfirðingar höfðu þannig ærinn kostnað af saltsíldinni en engar tekjur (Þingskjal nr. 38/1933; nánar um einkasöluna: Hreinn Ragnarsson og Hjörtur Gíslason 2007, bls. 12–18). Saltfiskframleiðsla ársins 1930 hafði selst seint og illa og sátu Eskfirðingar, eins og fleiri, uppi með allmiklar birgðir í árslok. Betur hafði gengið á Seyðisfirði þar sem óformlegt sölusamlag fisk- framleiðenda hafði náð að selja mest af fiskinum fyrir áramót. Af þeirri reynslu vildu nú Aust­ firðingar læra, stofnuðu sumarið 1931 fisksölusamlög með samvinnusniði á helstu útgerðarstöðum sem síðan mynduðu með sér samvinnusamband. Skyldi það „vinna að vöruvöndun og sameigin­ legri sölu fiskafurða sambandsdeildanna“. Í stjórn þess áttu sæti fulltrúar útgerðar frá fjórum mestu útgerðarstöðun um ásamt Þorgils Ingvarssyni útibússtjóra (Friðrik Steinsson, 1932; Smári Geirsson 1983, bls. 203, 205; Fisksalan, 1932). Svo æxlaðist að Samband fisksölusamlaga Austfjarða seldi aldrei neinn saltfisk heldur einbeitti það sér að öðru verkefni: að koma bátafiski á Englandsmarkað ísvörðum. Þannig gæti vélbátaflotinn,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.