Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 117

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 117
Helgi Skúli Kjartansson 117 .. bæði línu- og dragnótabátar, nýtt sama markað og togararnir voru vanir að gera á ísfiskvertíðinni fyrri hluta vetrar. Þetta var ný tilraun, gerð með stuðningi ríkisins samkvæmt sérstökum heimildar­ lögum. Árangurinn varð í einu orði skelfilegur. Aflatregða og gæftaleysi ollu því að mikill tilkostn­ aður við flutningaskip, veiðarfæri og annan útbúnað nýttist illa. Þó sæmilegt verð fengist fyrir mest af því sem þó veiddist þá fór það allt í tilkostnað. Útgerðin fékk ekkert (Friðrik Steinsson, 1932; Smári Geirsson, 1983, bls. 203–205). Tafla 1 sýnir allmikinn útflutning frá Eskifirði 1931, sérstaklega ef litið er á hann sem hlutfall af út­ flutningi landsins. Þar eru saltsíldin og ísfiskurinn óvenjuleg viðbót við hina rýru saltfisk framleiðslu. En af útflutningsverðmæti þeirra hafði ekkert skilað sér til útgerðarinnar heima á Eski firði. Þegar árinu lauk var bátaútvegurinn síst betur staddur en togaraútgerðin. Kristján Bergsson (1932) talaði um landið í heild þegar hann nefndi „… verðfall á flestöllum sjávarafurðum svo ægilegt að heita má að öll útgerð landsmanna liggi nú í molum um áramótin.“ Það átti þó alveg sérstaklega við um Austfirði, ekki síst Eskifjörð. Húsmæðrasamvinna um fiskverkun Árið 1932, þegar Andrafélagið var í raun hætt rekstri, leigði það út bæði skipið og fiskverkunar- stöðina, og var þá hvort tveggja rekið með eins konar samvinnusniði. Vetrarvertíð togaranna hófst, eins og árið áður, ekki fyrr en í mars. Var Andri þá, samkvæmt fiski- skýrslum Hagstofunnar (sjá töflu 4), gerður út frá Reykjavík og stóðu að því „Bjarni Pétursson o.fl.“. Þekki ég ekki aðrar heimildir um þann útveg. Fyrrnefnd fullyrðing um að bankinn hafi selt togarann til Reykjavíkur kynni að eiga við hann, en það hefur þá verið leiga fremur en sala, eða áformuð sala sem ekki gekk eftir. Hitt hefur lifað í minningunni að um haustið, eftir um fjögurra mánaða hlé, tók áhöfnin skipið á leigu. Af blaðafregnum (Andri leigður, 1931; Skiphafnir taka togara á leigu, 1931) er ljóst að það gerðist ekki fyrr en í september/október (látið úr höfn 3. eða 5. október). Að það hafi verið í árs­ byrjun (Einar Bragi, 1973, bls. 21) hlýtur að vera misminni heimildarmanns. Áhöfnin hefur væntan­ lega samið við skilanefnd hlutafélagsins og sölu skipsins verið slegið á frest (sjá einnig Svein Sæ­ mundsson, 1973, bls. 127–140; Kristján Jóhannsson, 1993). Skipverjar á Andra stofnuðu félag um útgerð hans, Félagsútgerðina Laxfoss, í raun samvinnufélag þótt ekki væri það formlega skráð sem slíkt. Úthaldið byrjaði vel en eftir bilun í skipinu og dýra en misheppnaða viðgerð neyddist áhöfnin til að skila því. Leigan á Andra var eitt af fyrstu dæmunum um félagsskap af því tagi sem ég hef kallað „áhafnar­ félög“ (Helgi Skúli Kjartansson, 1987). Af þeim voru allnokkur stofnuð á næstu árum, sum sem formleg samvinnufélög, oft að frumkvæði bankanna sem leigðu þeim eða seldu einstaka togara eða línuveiðara. Flestar þessara tilrauna urðu endasleppar. Þing ASÍ 1935 var andvígt því að „sam vinna í útgerð“ leggi „alla áhættu af atvinnurekstrinum á herðar sjómanna“ og taldi togaraútgerð best komna í höndum ríkis og bæja (Alþýðusamband Íslands 1935, bls. 53–54). En þetta er saga sem ekki gerðist á Eskifirði og ekki ástæða til að fjölyrða um hér. Heima á Eskifirði sat Andrafélagið uppi með ónýttar fasteignir, þær sem Landsbankinn hafði á sínum tíma selt því (eða í raun lánað). Þar var saltfiskverkunarstöð sem verið hafði einn helsti vinnu­ staður þorpsins, ekki síst fyrir verkakonur, og áfall fyrir byggðarlagið ef sú starfsemi yrði nú að engu. Úrræðið var að stofna sérstakt félag um fiskverkunina. Fiskiverkunarfélagið Huginn hét það, stofnað 8. apríl 1932, tilgangur: „að bæta úr atvinnuskorti félagsmanna með því að reka fiskverkun“ sem og að „ná umráðarétti yfir fiski, fiskverkunarstöð og öðru sem nauðsynlegt er við þann rekstur“. Félagið var ekki formlega skráð sem samvinnufélag en þó skipulagt sem slíkt, skyldi m.a. leggja í varasjóð inntökugjald, árgjald og helming af hreinum arði (sjá viðauka). Hér var hafin starfsemi sem ég veit ekki til að eigi sér hliðstæður í öðrum byggðarlögum. Heim­ ildir um hana (Smári Geirsson, 1991 – haft eftir Arnþóri Jensen; Einar Bragi, 1973, bls. 22; Hjálmar Kjartansson, 1993) eru upprifjanir, að vísu frá fyrstu hendi að því leyti sem heimildar maðurinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.