Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 118

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 118
Alþýðan og atvinnulífið: Félagslegt framtak á Eskifirði 1925 til 1937 118 .. er Arnþór Jensen, en að áratugum liðnum. Samtímaheimildir um þennan stórmerkilega félagsskap þekki ég því miður ekki og er þessi frásögn því snubbóttari en skyldi. Yfirmaður Hugins, sem „forstjóri, verkstjóri og bílstjóri“, var ungur Eskfirðingur, Arnþór Jensen, kaupmannssonur og hafði unnið við verslun uns Páll Magnússon, stjórnarformaður Andra félagsins, réð hann sem verkstjóra þess á Eskifirði. Þeir Páll og Arnþór tóku nú höndum saman, ásamt þriðja karlmanni og 25 konum, um stofnun Hugins. Félagið keypti nauðsynlegan útbúnað á vægu verði af Andrafélaginu og tók á leigu fiskverkunaraðstöðu þess. Leigði hana raunar „af Landsbankanum“ samkvæmt síðari frásögum en formlega hlýtur Andrafélagið sjálft að hafa verið leigusalinn fyrsta sumarið. Minningin bendir þó til að Landsbankinn hafi, sem veðhafi, í raun ráðið yfir eigninni. Og sennilega leyst hana til sín eftir uppboð sýslumanns. Til að halda uppi atvinnu við fiskverkun dugði ekki að treysta á afla heimabáta enda var útgerð þeirra í lamasessi eftir áföll undangenginna missera og aflinn í lágmarki (sjá töflur 2 og 3). Huginn samdi því við togaraútgerð í Reykjavík og fiskverkunarstöð í Hafnarfirði um að taka fisk til verkunar sem ýmist var landað á Eskifirði eða sendur þangað með flutningaskipum. Þannig fékkst meiri fiskur en stöðin annaði og gat fólk þá tekið fisk til verkunar á eigin reitum. Væntanlega hafa félagskonur þar gengið fyrir, en annars hefur vinnuafl Hugins að miklu leyti verið utanfélagsfólk á venjulegu kaupi. Huginn hefur greinilega verið umsvifamikill fyrsta árið, eins og best sést af því hve furðanlega útflutningur frá Eskifirði heldur í horfinu 1932 (Tafla 1) borið saman við miklu minni afla (Töflur 2 og 3). Síðan fer útflutningur þverrandi ár frá ári, en ekki skal fullyrt hvort umsvif Hugins minnkuðu í sama takti. Svo mikið er víst að félaginu var ekki slitið fyrr en 1939, eignum þess þá skipt milli félagsmanna. Úrræði samvinnunnar Það var einstaklingsreksturinn á Eskifirði, bæði í verslun og útgerð, sem hafði hnignað svo alvarlega sem hér hefur verið lýst. Andrafélagið má kalla félagslegt framtak, en í formi einkareksturs. Eftir 1930 voru það hins vegar samvinnufélög sem ætlað var að fylla skörð kaupmanna og útvegsmanna. Fulltrúi hinnar hefðbundnu samvinnuhreyfingar á Eskifirði var Kaupfélag Eskfirðinga, aðildar­ félag SÍS, og má ætla að það hafi ekki síst sinnt viðskiptum við bændur í nágrenni þorpsins. Annað samvinnufélag bættist við 1930, Samvinnufélag Eskfirðinga, útgerðarsamvinnufélag af því tagi sem fyrst var stofnað á Ísafirði 1927, og voru Eskfirðingar með þeim fyrstu sem fylgdu því fordæmi. Fé­ lagið var fjölmennt og naut stuðnings heimamanna. En reksturinn gekk allt annað en vel (Ólafur H. Sveinsson og Arnfinnur Jónsson, 1933; Einar Bragi, 1983, bls. 146–147; sjá einnig viðauka). Fyrst stóð í stappi um ríkisábyrgð á bátakaupaláni sem Alþingi hafði heimilað en ríkisstjórnin fékkst ekki til að nýta. Í fyrstu þótti vanta fullnægjandi ábyrgðir, en þegar reynt var aftur 1931 veit ég ekki á hverju strandaði eða hvort það kynni að tengjast samvinnuslitum Alþýðuflokks og Framsóknar­ flokks í þingrofinu 1931. Útgerðarsamvinna hafði verið málefni Alþýðuflokksins sem hann hafði nú ekki lengur aðstöðu til að fylgja eftir við stjórnina. Sumarið 1931 hafði félagið enn ekki náð að festa kaup á skipi, greip þá til þess ráðs að leigja bát og gera út á síld, og um haustið tókst, með aðstoð hrepps og sýslu, að kaupa gamlan bát og gera út á ísfiskveiðar. En eins og fyrr er lýst skiluðu hvorki síldin né ísfiskurinn neinum tekjum. Eftir þvílíka byrjun átti félagið sér naumast viðreisnar von. Bátur þess var þó gerður út 1932, þá í samlögum við annan bát í þorpinu á vegum þess sem í fiskiskýrslum var kallað „félagsútgerð“. Sjá töflu 3 þar sem báðir bátarnir eru flokkaður sem samvinnubátar. Það styðst við ummæli Sveins Ólafssonar á Alþingi 1933: „Að vísu var myndað samvinnufélagið, og hélt það úti 2 bátum …“ (Alþingi, 1933, bls. 196). Árið 1933 var þilskipafloti Eskfirðinga í lágmarki, hvorki togari né línuveiðari og ekki nema þrír vélbátar, þar á meðal bátur samvinnufélagsins sem aðeins var gerður út í fimm mánuði. Með því út­ haldi var örendi félagsins þrotið, báturinn auglýstur á uppboði og síðan seldur úr plássinu. Kaupfélagið hafði einnig lent í þrengingum, líkt og kaupmenn staðarins, og komst loks í þrot. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.