Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 120

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 120
Alþýðan og atvinnulífið: Félagslegt framtak á Eskifirði 1925 til 1937 120 .. Rautt þorp „Rauði bærinn.“ Eftir stríð hefði sá titill helst átt við Neskaupstað, sterkasta vígi Sósíalistaflokksins á sveitarstjórnarstigi. Hinn upphaflegi „rauði bær“ var hins vegar Ísafjörður þar sem Alþýðuflokkurinn hafði varanlegan meirihluta í bæjarstjórn þegar á þriðja áratugnum, og um 1930 hafði Hafnarfjörður bæst við. Á fjórða áratugnum hefði jafnvel mátt telja Siglufjörð með þar sem framboð verkalýðs­ flokka fékk meirihluta atkvæða í bæjarstjórnarkosningum bæði 1930 (Alþýðu flokkurinn) og 1938 (samfylkingarframboð). Þannig var aðeins talað um kaupstaði, en af þorpum, með hreppsnefnd en ekki bæjarstjórn, var Eskifjörður eitt það „rauðasta“ (Einar Bragi 1983, bls. 48–49, 129–137, 172–179). Þar var í farar- broddi verkamannafélagið Árvakur, í samvinnu við verkakvennafélag og um tíma sérstakt sjómanna­ félag. Félögin höfðu myndað sameiginlegt „alþýðuráð“ 1927, og 1931, þegar Alþýðu flokksmenn höfðu stofnað jafnaðarmannafélag á Eskifirði, átti það aðild að „fulltrúaráði“ með verkalýðsfélög­ unum (Einar Bragi 1983, bls. 88, 223). Eskfirðingar hölluðu sér fremur að vinstri armi Alþýðu­ flokksins, enda stóðu sumir leiðtogar þeirra nær kommúnistum en jafnaðarmönnum, t.d. Jens Figved sem fyrr er nefndur (síðar fyrsti kaupfélagsstjóri KRON í Reykjavík), og ekki síst Arnfinnur Jóns­ son skólastjóri sem gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum, bæði fyrir verkalýðsfélögin, m.a. sem formaður Árvakurs, og fyrir byggðarlagið, t.d. í hreppsnefnd, í skila nefnd Andrafélagsins og sem formaður Samvinnufélags Eskfirðinga. Arnfinnur gekk þó ekki í Kommúnistaflokkinn fyrr en hann hafði tekið upp „samfylkingarstefnu“ og boðaði breiða samstöðu vinstri aflanna. Því var Arnfinnur í framboði fyrir Alþýðuflokkinn við þingkosningar 1931 en ekki fyrir Kommúnistaflokkinn fyrr en 1937. Árvakur átti aðild að Alþýðusambandinu og þar með Alþýðuflokknum en reyndi jafnan að beita sér fyrir sem nánustu samstarfi flokkanna og helst sameiningu. Þar til Alþýðuflokkurinn klofnaði á ný 1938 og Árvakur fylgdi flokksarmi Héðins Valdimarssonar, en það er utan við tíma­ ramma þessarar greinar. Verkalýðshreyfingin á Eskifirði lét sig mjög varða málefni hreppsins, stillti upp frambjóðendum og náði nokkrum sinnum meirihluta í hreppsnefnd, m.a. 1931 þegar Arnfinnur tók við oddvitastarf­ inu af margnefndum Páli Magnússyni lögfræðingi. Pólitískur styr stóð um Arnfinn sem sagði sig úr hreppsnefndinni 1932 ásamt tveimur öðrum. Um uppstillingu í aukakosningum leitaði Árvakur samstöðu, ekki aðeins við verkakvennafélagið heldur flokksfélög bæði Alþýðuflokks og Kommún­ istaflokks. Næstu árin voru oddvitar kosnir á víxl, ýmist Arnfinnur eða Framsóknarmenn (ef ekki Páll Magnússon þá Ólafur H. Sveinsson, áður kaupmaður og útgerðarmaður en nú gjaldkeri banka­ útibúsins) eftir því að hvorum Alþýðuflokksmenn hölluðust. Félagshyggjuöflin náðu þó yfirleitt að vinna saman. Það voru Ólafur og Arngrímur sem í sameiningu sömdu fyrrnefnda skýrslu um hag byggðarlagsins í ársbyrjun 1933, og við hreppsnefndarkosningar árið eftir var það þriggja manna „klíkan“ Páll, Ólafur og Arnfinnur sem Sjálfstæðismenn gerðu ábyrga fyrir bágum hag sveitarfélags­ ins (Kosningarnar, 1934). Þriggja manna sendinefndin 1936, sem kosin var á borgarafundi eftir undirbúning hreppsnefndar, var líka skipuð fulltrúum kommúnista og jafnaðarmanna ásamt Arnþóri Jensen pöntunarfélagsstjóra (Sendinefnd frá Eskifirði, 1936). Hreppsnefndin sem kosin var 1934, og gerði Arnfinn enn sem fyrr að oddvita, átti í útistöðum við ríkisstjórnina vegna neyðarástands í fjármálum hreppsins. Sumarið 1935 boðaði hún til borgara­ fundar og tilkynnti afsögn sína. Kusu þá fundarmenn („kommúnistar“ eða „alþýðan“ eftir því hver sagði frá) tíu manna hóp, „ráð“, „nefnd“ eða „samfylkingarnefnd“, til að taka við stjórn sveitar­ félagsins („Ráðsstjórn á Eskifirði“, 1935; Frá Eskifirði, 1935; Alþýðan á Eskifirði, 1935). Tímenn­ ingarnir völdu Arnfinn sem oddvita sinn, boðuðu til nýs borgarafundar sem vottaði þeim traust, og efndu til hreppsnefndarkosningar þar sem „verklýðsfélögin og Kommúnistaflokkurinn“ stilltu upp „samfylkingarlista … sem alþýðan fylkir sér eindregið um án tillits til stjórnmálaskoðana“ (Alþýðan á Eskifirði, 1935) og fékk hann ekki mótframboð. Það var ekki að ástæðulausu sem Morgunblaðið valdi þessum atburðum fyrirsögnina „Ráðsstjórn“ á Eskifirði. „Bylting“ kommúnista byrjuð þar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.