Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 124
Íslenska þjóðfélagið 2. tbl. 14. árgangur 2023, 124–139
© höfundar 2023. Tengiliður: Hjördís Sigursteinsdóttir, hjordis@unak.is
Vefbirting 29. desember 2023. Birtist á vefnum https://www.thjodfelagid.is
Útgefandi: Félagsfræðingafélag Íslands, Gimli, Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
ÍSLENSKA
ÞJÓÐFÉLAGIÐ
tímarit um íslenskt þjóðfelag … … sem fræðilegt viðfangsefni
Áhrif búsetu á vinnuumhverfi starfsfólks
á opinbera vinnumarkaðinum
Hjördís Sigursteinsdóttir, dósent
ÚTDRÁTTUR: Fjárhagsstaða íslenskra sveitarfélaga hefur mikið verið
í umræðunni síðustu misserin enda hafa mörg þeirra skilað hallarekstri
nokkur ár í röð. Þau eru því misjafnlega í stakk búin til að sinna lög-
bundnum skyldum sínum sem vinnuveitendur og þjónustustofnanir. Sett
var fram rannsóknarspurningin: Hver eru áhrif fjárhagsstöðu og staðsetn-
ingar sveitarfélags á vinnuumhverfi starfsfólks á opinbera vinnumarkað-
inum? Með því að svara þessari rannsóknarspurningu er leitast við að fá
upplýsingar um hvort fjárhagsleg staða sveitarfélaganna eða hvort þau séu
staðsett á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni hafi áhrif á líðan og
vinnuumhverfi starfsfólks sveitarfélaga. Spurningalisti var lagður fyrir
starfsfólk 14 sveitarfélaga á vordögum 2021. Niðurstöðurnar sýndu að
margir þátttakendur voru yfir viðmiðunarmörkum vinnutengdrar streitu.
Starfsánægja var sterkasti forspárþátturinn um vinnutengda streitu en
staðsetning og fjárhagsleg staða sveitarfélaganna höfðu einnig marktæk
áhrif. Mikilvægt er að fylgjast vel með vinnuumhverfi starfsfólks, sérstak-
lega hjá sveitarfélögum þar sem fjárhagsstaðan er veik, og vera vel vak-
andi fyrir vinnutengdri líðan starfsfólksins vegna þeirra neikvæðu þátta í
vinnuumhverfinu sem óvissutímar og fjárhagserfiðleikar geta alið af sér.
LYKILORÐ: Félagslegur stuðningur – Starfsánægja – Sveitarfélög –
Vinnuumhverfi – Vinnutengd streita
ABSTRACT: Icelandic municipalities have faced financial challenges in
recent years, with most operating at a deficit. Consequently, many are un-
able to deliver the services mandated by law. The research question was:
What are the effects of the financial situation and the municipality’s loca-
tion on the work environment of employees in the public sector? By an-
swering this research question, the aim is to gain information on whether
the financial situation of the municipalities or whether the municipalities
are located in the capital area, or the countryside affects the well-being
and work environment of municipal employees. An online questionnaire
was conducted among employees of 14 municipalities in 2021. The results
showed that many employees were measured with work-related stress.