Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 125

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 125
Hjördís Sigursteinsdóttir 125 .. Job satisfaction was the strongest predictor of work-related stress, but the location and financial status of the municipalities also had a significant effect. It is essential to pay close attention to the employees’ working en- vironment, especially where the financial situation is weak, and to be vig- ilant about the work-related well-being of the employees due to the nega- tive aspects in the working environment that uncertain times and financial difficulties can cause. KEYWORDS: Job satisfaction – Municipality – Social support at work – Working environment – Work-related stress Inngangur Íslensk sveitarfélög hafa lögbundnar skyldur til að sinna þeim verkefnum sem þeim er falið sam- kvæmt lögum og veita íbúum sínum grunnþjónustu. Þau gegna einnig þýðingarmiklu hlutverki sem vinnuveitendur og eru íslensk sveitarfélög sem heild stærsti vinnuveitandinn í landinu. Laun og launatengd gjöld eru um 60% af skatttekjum þeirra. Fjárhagur íslenskra sveitarfélaga hefur mikið verið til umræðu á síðustu misserum enda er fjárhagsstaða margra þeirra ekki nægilega góð og því eru íslensk sveitarfélög misjafnlega í stakk búin til að uppfylla lögbundnar skyldur sínar sem vinnuveitendur og þjónustustofnanir (Samband íslenskra sveitarfélaga, 30. des. 2022). Fram kom í ræðu formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga haustið 2022, að um helmingur sveitarfélaganna uppfylli ekki lágmarksviðmið um fjárhagslega sjálfbærni (Heiða Björg Hilmisdóttir, 13. okt. 2022). Um síðustu áramót (2022-2023) kom fram í fréttum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga að útlit sé að 15 stærstu sveitarfélögin muni skila hallarekstri fjórða árið í röð. Hluti ástæðunnar mætti rekja til COVID-19 heimsfaraldursins sem hafði verulega íþyngjandi áhrif á rekstur sveitarfélaga (Samband íslenskra sveitarfélaga, 20. des. 2022). Í aðdraganda fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna nú í september 2023 kemur fram í við- tali við Heiðu Björg á mbl.is (2023, 20. sept.) að nær öll sveitarfélög landsins séu rekin með tapi. Á erfiðum tímum sem þessum er algengt að skipulagsheildir dragi úr kostnaði vegna starfsmannahalds (Gandolfi, 2008; Greenhalgh og Rosenblatt, 2010; Östhus og Mastekaasa, 2010) enda laun og launa- tengd gjöld gjarnan stærsti einstaki útgjaldaliðurinn. Slæmt efnahagsástand og versnandi félags- og efnahagsleg staða fólks getur aukið vanlíðan starfsfólks. Marmot og Bell (2009) bentu á að líklega muni efnahagshrunið sem reið yfir árið 2008 hafa neikvæð áhrif á heilsu fólks ekki síður en efnahag. Sú varð raunin hér á landi meðal annars á meðal starfsfólks íslenskra sveitarfélaga (Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Hjördís Sigursteinsdóttir, 2019; Hjördís Sigursteinsdóttir og Guðbjörg Linda Rafns- dóttir, 2015). Í því ljósi er áhugavert að skoða vinnuumhverfi starfsfólks sveitarfélaga, nú á þessum tímum þegar áhrifa COVID-19 gætir enn, og þá þætti sem hafa áhrif á heilsu og líðan á vinnustað, og skoða hvort staðsetning sveitarfélaga eða fjárhagslega staða þeirra hafi áhrif á líðan og vinnuum- hverfi starfsfólks sveitarfélaga. Þó vinna sé almennt góð fyrir starfsfólk (Waddell og Burton, 2006) og heilbrigðir vinnustaðir veiti líkamlegar, sálrænar, félagslegar og skipulagslegar aðstæður sem verndi og stuðli að góðri heilsu og almennri vellíðan (Burton, 2010) þá geta óheilbrigðir og krefjandi vinnustaðir á sama hátt takmarkað almenna vellíðan bæði innan og utan vinnustaðar. Óheilbrigðar vinnuaðstæður geta haft neikvæð áhrif á heilsu starfsfólks og dregið úr framleiðni þess (Fernandes og Pereira, 2016). Vinnuumhverfi innan opinbera geirans mótast af ýmsum félagslegum, pólitískum og efnahagslegum þáttum (eins og niðurskurði á fjármagni og stefnumótandi aðgerðum) sem hafa áhrif á vinnufyrir- komulagið en vinnufyrirkomulag opinbera geirans einkennist gjarnan af miklu álagi, fáum bjarg- ráðum og litlu fjármagni (Maslach og Leiter, 2017). Óhóflegt vinnuálag hefur áhrif á bæði stjórn- endur og starfsfólk enda sýna rannsóknir að bæði stjórnendur og starfsfólk sé haldið vinnutengdri streitu, þreytu og örmögnun (Ahola, o.fl., 2010; Langelaan o.fl., 2006) og upplifa tilfinningalega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.