Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 126

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 126
Áhrif búsetu á vinnuumhverfi starfsfólks á opinbera vinnumarkaðinum 126 .. þreytu (Kulikowski og Sedlak, 2020; Srivastave o.fl., 2019). Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða vinnuumhverfi starfsfólks íslenskra sveitarfélaga, nánar tiltekið, vinnutengda streitu, starfsánægju og félagslegan stuðningur yfirmanna og vinnufélaga í því augnamiði að svara því hvort það að starfa hjá sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni eða hjá sveitarfélagi með veika eða sterka fjárhagsstöðu hafi áhrif á líðan starfsfólks á vinnustað og vinnuumhverfi þess. Sett var fram rannsóknarspurningin: Hver eru áhrif fjárhagsstöðu og staðsetningar sveitarfélags á vinnuum- hverfi starfsfólks á opinbera vinnumarkaðinum? Fræðileg umfjöllun og rannsóknir Í langflestum tilvikum starfar starfsfólk íslenskra sveitarfélaga við fræðslustarfsemi (grunnskólar og leikskólar), umönnunarstörf (sambýli fyrir geðfatlaða og fólk með fötlun og dvalarheimili aldraðra) og félagsþjónustu. Á þessum vinnustöðum eru konur gjarnan meiri hluti starfsfólksins. Konur eru líklegri en karlar til að vera fjarverandi frá vinnu vegna eigin veikinda og að hafa farið til læknis vegna veikinda/heilsubrests sem rekja má til vinnunnar (Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Hjördís Sigursteinsdóttir, 2016). Á umrótartímum er vel þekkt að líðan á vinnustað versni og veikindafjar- vistir aukist. Á það ekki síður við um starfsfólk sveitarfélaga eins og kom í ljós í kjölfar efnahags- hrunsins árið 2008. Í kjölfar efnahagshrunsins sýna rannsóknir versnandi líðan starfsfólks íslenskra sveitarfélaga og aukningu í veikindafjarvistum starfsfólksins (Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, o.fl., 2014; Hjördís Sigursteinsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, 2015). Einnig sýnir rannsókn meðal starfsfólks í umönnunarstörfum á öldrunarstofnunum og sambýlum fyrir fatlaða og geðfatlaða ein- staklinga að sjálfsmetinn líðan starfsfólksins versnaði í mörg ár eftir efnahagshrunið og rekja mátti ástæðuna til aukins álags á vinnustöðunum (Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Hjördís Sigursteins- dóttir, 2022). Jafnframt kemur fram í rannsókn Hjördísar Sigursteinsdóttur (2018) að 35% leik- og grunnskólakennara voru mjög oft eða frekar oft stressaðir í lok vinnudags og rétt um 50% mjög oft eða frekar oft úrvinda í lok vinnudags. Sjálfsmetin andleg líðan leikskólakennara og leiðbeinenda í leikskólum íslenskra sveitarfélaga versnaði á árunum 2010-2015 og vinnuálag jókst mikið en félags- legur stuðningur vinnufélaga og góð stjórnun drógu úr neikvæðum áhrifum á andlega líðan þeirra (Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Hjördís Sigursteinsdóttir, 2015). Það er því mikilvægt að vernda vinnuumhverfið en samkvæmt vinnuverndarlögum þá bera vinnuveitendur ábyrgð á því að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi, sem jafnan á að vera í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í samfélaginu (Lög nr. 46/1980). Vinnutengd streita á sér stað þegar misræmi er á milli þeirra krafna sem starfið gerir til starfs- fólksins og þeirra getu, þarfa og eiginleika sem einstaklingar búa yfir (Cox og Griffiths, 2010; World Health Organization, e.d.; Wahrendorf o.fl., 2012). Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) greinir frá því að vinnutengd streita geti stafað af slæmu vinnuskipulagi, skorti á sjálfræði í starfi, skorti á stuðningi frá stjórnendum og samstarfsfólki og lélegri stjórnun (WHO, 2020). Slæmar vinnuað- stæður, vinnuálag og ófullnægjandi félagslegur stuðningur, samskipti á vinnustaðnum og lág laun hafa áhrif á vinnutengda streitu og andlega örmögnun (Li o.fl., 2020). Álags og bjargráðalíkanið (e. Job Demand-Resources, JD-R) er algengt vinnuálagslíkan sem lýsir áhrifum starfskrafna og úrræða á vellíðan starfsfólks í starfi (Bakker og Demerouti, 2017; Demerouti o.fl., 2001). JD-R líkanið er hægt að nota sem ramma til fylgjast með vinnustaðnum til að auka almenna vellíðan starfsfólksins og koma í veg fyrir örmögnun þess (Schaufeli, 2017) en miklar starfskröfur geta tæmt andlega og líkamlega orku starfsfólksins og leitt til orkuþurrðar og heilsufarsvandamála. Rannsóknir sýna að óhagstæðar starfskröfur tengjast kulnun í starfi (Bakker og de Vries, 2021; Bakker og Demerouti, 2017) og sambland af miklum starfskröfum og fáum úrræðum eða bjargráðum leiðir til langvarandi streitu og kulnunar í starfi og lítillar sem engrar helgunar í starfi (Galanakis og Tsitouri, 2022; Llorens o.fl., 2022). Hins vegar stuðla nægjanleg bjargráð að helgun starfsfólksins og eru verndandi þáttur gegn áhrifum starfskrafna á streituviðbrögð einstaklinga (Schaufeli og Taris, 2014). Vinnutengd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.