Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 131
Hjördís Sigursteinsdóttir
131 ..
Tafla 1. Bakgrunnur þátttakenda í rannsókninni
Fjöldi Hlutfall
Kyn
Karlar 986 17,9%
Konur 4536 82,1%
Aldur
30 ára og yngri 380 8,3%
31-50 ára 2356 51,2%
51-70 ára 1866 40,5%
Hjúskaparstaða
Einhleyp/ur/ekkja/ekkill 985 20,0%
Hjónaband eða í sambúð 3942 80,0%
Starfsaldur
5 ár eða minna 2068 37,5%
6-10 ár 1071 19,4%
11-20 ár 1487 27,0%
21 ár eða lengur 886 16,1%
Staða
Almennt starf 2185 39,8%
Sérfræðistarf 1831 33,4%
Stjórnunarstarf 1471 26,8%
Fjöldi yfirvinnutíma á mánuði
Engir 1285 23,4%
1-5 klst. 1899 34,6%
6-10 klst. 1213 22,1%
11-30 klst. 822 15,0%
31 klst. eða meira 270 4,9%
Staðsetning sveitarfélags
Hjá sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu 2903 52,6%
Hjá sveitarfélagi á landsbyggðinni 2619 47,4%
Fjárhags staða sveitarfélags
Hjá sveitarfélagi með veika fjárhagsstöðu 2518 45,6%
Hjá sveitarfélagi með sterka fjárhagsstöðu 3004 54,4%
Tafla 2 sýnir niðurstöður fyrir vinnutengda streitu, almenna starfsánægju og félagslegan stuðning frá
yfirmönnum og vinnufélögum. Stig fyrir vinnutengda streitu lágu á bilinu 0-36. Enginn þátttakandi
mældist með hámarksstig sem eru 40 stig og aðeins 5 þátttakendur (0,1%) mældust með fleiri en
33 stig. Um 1% þátttakenda (48 manns) reyndust með núll stig á vinnutengda streitukvarðanum.
Meðaltal fyrir vinnutengda streitu mældist 14,66 stig sem er rétt undir viðmiðunarmörkum fyrir
vinnutengda streitu. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að 55,3% þátttakenda mældust yfir viðmiðunar-
mörkum fyrir vinnutengda streitu eða 2700 þátttakendur. Þetta þýðir að ætla má að meira en helm-
ingur þátttakenda í rannsókninni sé haldinn vinnutengdri streitu.
Starfsánægja mældist nokkuð há eða að meðaltali 4,2 af 5,0 mögulegum sem og félagslegur
stuðningur frá vinnufélögum (M = 4,2; sf=0,8). Félagslegur stuðningur frá yfirmönnum mældist
aðeins lægri en félagslegur stuðningur frá vinnufélögum eða að meðaltali 4,1 (sf=1,0).