Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 142

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 142
Staða innflytjenda á vinnumarkaði á krepputímum eftir byggðamynstri og atvinnugreinum 142 .. ingu höfuðborgarsvæðisins og stærri þéttbýlisstaða eins og Akranesskaupstaðar. Seinni rannsóknar- spurningin lítur að því að kanna hvort innflytjendur hafi notið kerfisbundinnar velgengni ýmissa atvinnugreina (t.d. sjávarútvegs) að sama skapi og Íslendingar. Í greiningunum verður sjónum beint sérstaklega að sex lykilþáttum: Ánægja innflytjenda með laun sín, atvinnuöryggi, úrval atvinnu og möguleikar til að ráðast í eigin atvinnurekstur ásamt raun- verulegum tekjum og svo mat þeirra á ánægju með búsetu sína. Í skýrslunni er gerður munur á launum og tekjum með lítið eitt óvenjulegum hætti. Þegar talað er um laun þá er vísað til þess hversu ánægðir þátttakendur eru með launatekjur sínar. Þegar talað er um tekjur er vísað til þeirra tekna sem þátttakendur sögðust vera með í krónum (raunverulegra tekna) án tillits til þess hvort þeir væru ánægðir með þær eða ekki. Annar munur er á hugtökunum hér. Með launum er vísað til launatekna og því vísað til tekna sem fólk fær af atvinnu sinni. Tekjurnar voru hins vegar launatekjur, lífeyrir, námslán og atvinnuleysisbætur og vísa því til alls aflafjár annars en fjármagnstekna eða annarra mögulegra tekna. Þessi grein byggir á skýrslu sem gerð var um efnið nýlega (Vífill Karlsson, 2022) og hér má því finna margt þaðan þó svo annað sé gjörbreytt. Fyrri rannsóknir og fræðilegur bakgrunnur Kenningar innan hagfræðinnar gera ráð fyrir að laun séu hærri í þéttbýli en dreifbýli og að sá munur aukist með auknum mannfjölda. Ef ekki, þá endurspeglast það í lægra verðlagi eða meiri fjölbreytni vöru, þjónustu og starfa. Að baki þessu eru kenningarnar um borgar- eða þéttbýlishagræði (Hender- son, 2003; McCann, 2001). Í þeim felst að í sinni einföldustu mynd muni aukin nálægð milli fyrir- tækja lækka flutningskostnað og afkoma því batna. Seinni tíma útfærslur hafa bætt við ávinningi við þekkingaryfirfærslu, fjölbreyttum vinnumarkaði (meiri sérhæfing), sérhæfðum aðfangamarkaði og hvernig fyrirtækin geta í raun á vissan hátt deilt sérhæfðu vinnuafli, þjónustu og aðföngum á milli sín, svo það helsta sé nefnt (O‘Sullivan, 2009, bls. 45-57). Erlendar rannsóknir hafa sýnt að launamunur geti numið allt að 35% á milli þéttbýlis og dreifbýlis (Glaeser og Mare, 2001; Soto og Paredes, 2016; Yankow, 2006). Einnig gerir hagfræðin ráð fyrir að velgengni atvinnugreina skili sér í hærri launum til þeirra sem þar starfa ef samkeppni er viðunandi á vinnumarkaði eða að viðunandi samningsstaða ríki á milli vinnuveitenda og launþega (Boyes og Melvin, 1999). Samkvæmt jafnvægislíkaninu myndi það síðan smita yfir á aðrar atvinnugreinar og til annarra landshluta og afmá allan launamun hvort heldur milli atvinnugreina, starfsgreina eða landshluta, o.s.frv. (Hunt, 1993; Karlsson, 2012; McCann, 2001). Í reynd gerist þetta aðeins að hluta til. Velgengni einnar atvinnugreinar eða landshluta smitast en ákveðinn launamunur viðhelst vegna ýmissa þátta, t.d. markaðsbresta. Einnig hefur það áhrif hvort störf séu óvenju skemmtileg eða gefandi. Því til stuðnings eru til gamlar kenningar (Smith, 1776/1997, bls. 80) og nýrri greiningarvinna (Block o.fl., 2014; Duncan og Holmlund, 1983; Smith, 1979) um að sá sem er almennt ánægður í vinnu sinni sé líklegri til að hafa lægri laun en sá sem er óánægður, að öllu öðru óbreyttu. Séu tveir einstaklingar jafn ánægðir með misjafnlega há laun sé því ekki von á að sá munur breytist. Einnig getur landfræðilegt skynvirði leikið þarna hlutverk þar sem t.d. ákveðin borg er með óvenju góðan félagsauð eða menningarlíf í samanburði við aðra landshluta eða hreinlega gott veður eða aðlaðandi umhverfi. Þessu lýsti Roback (1982). Að ofansögðu sést að hagfræðin gerir ráð fyrir að aukin menntun, færni og hæfileikar sem auka framleiðni í atvinnulíf- inu skili sér í hærri launum og reynslurannsóknir hafa rennt stoðum undir þær kenningar (Balestra og Backes-Kellner, 2017; Jón Bjarki Bentsson og Þórhallur Ásbjörnsson, 2004; Vífill Karlsson og Finnbjörn Börkur Ólafsson, 2011). Þegar athyglinni er beint að stöðu innflytjenda á vinnumarkaði þá skal fyrst nefna stóra rann- sókn (Cachon og Aysa-Lastra, 2015) sem gerð var á aðstæðum innflytjenda frá Suður-Ameríku og afdrifum þeirra í Bandaríkjunum og á Spáni eftir bankakreppuna 2008. Í rannsókninni er vitnað til upplýsinga í skýrslu Sameinuðu þjóðanna (UN, 2009) um að 38 milljónir innflytjenda hafi verið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.