Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 147
Vífill Karlsson og Bjarki Þór Grönfeldt
147 ..
vera auðskiljanleg nema einna síst atvinnugreinin sérfræði en hún vísar til sérfræðilegrar, vísinda-
legrar og tæknilegrar starfsemi.
Tafla 4: Lýsandi tölfræði yfir breytur fyrir starfsgreinar 2020
Allir þátttakendur Innflytjendur
Breytur Fjöldi Meðaltal Staðalfrávik Fjöldi Meðaltal. Staðalfrávik
Iðnaðarmenn 6.489 0,10 0,30 553 0,05 0,22
Sérfræðingar 6.489 0,26 0,44 553 0,21 0,41
Skrifstofufólk 6.489 0,08 0,27 553 0,06 0,24
Stjórnendur 6.489 0,20 0,40 553 0,06 0,23
Tæknar 6.489 0,02 0,14 553 0,05 0,23
Verkafólk 6.489 0,10 0,30 553 0,27 0,44
Þjónustufólk 6.489 0,12 0,33 553 0,22 0,41
Athugið að allar þessar breytur eru leppbreytur (taka gildið 0 eða 1) og meðaltalið stendur því fyrir hlutfallstölu. Sem dæmi voru 27%
þátttakenda úr röðum innflytjenda verkamenn.
Breytur yfir starfsgreinar (Tafla 4) voru unnar upp úr svörum þátttakenda á eftirfarandi spurningu:
„Til hvaða starfsstéttar telst þitt aðalstarf? Vinsamlegast svarið því sem best lýsir þínum aðstæð-
um.“ Þátttakendur gátu svo valið á milli þeirra sem taldar voru upp (Tafla 4).
Þetta voru allt leppbreytur sem fengu gildið 1 ef þátttakandi merkti við viðkomandi starfsstétt,
annars fékk hann gildið 0. Öll stytt heiti ættu að vera auðskiljanleg.
Tafla 5. Lýsandi tölfræði fyrir breytur fyrir tíma og rými 2020
Allir þátttakendur Innflytjendur
Breytur Fjöldi Meðaltal Staðalfrávik Fjöldi Meðaltal. Staðalfrávik
Höfuðborgarsvæðið 9.214 0,12 0,33 860 0,52 0,50
Akureyri 9.214 0,08 0,26 860 0,03 0,16
Stór bær 9.507 0,31 0,46 956 0,19 0,40
Millistór bær 9.507 0,14 0,34 956 0,03 0,18
Lítill bær 9.507 0,20 0,40 956 0,13 0,33
Dreifbýlið 9.467 0,16 0,37 955 0,14 0,35
Fjarlægð til vinnu 6.488 9,75 19,18 561 8,36. 14,47
Athugið að allar þessar breytur nema fjarlægð til vinnu eru leppbreytur (taka gildið 0 eða 1) og meðaltalið stendur því fyrir hlutfallstölu.
Sem dæmi voru 52% innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu.
Breytur yfir tiltekna staðsetningu, eiginleika byggða, voru útbúnar (Tafla 5). Þá eru leppbreytur fyrir
þá sem búa á tilteknum svæðum og taka gildið einn ef viðkomandi býr á þessu eða hinu svæðinu,
annars 0. Þá er dreifbýli leppbreyta fyrir þá sem annað hvort búa í þéttbýli eða dreifbýli og tekur
gildið 1 ef fólk býr í dreifbýli. Einnig var ákveðið að hafa ítarlegri skilgreiningu á samfélögum
landsbyggðarinnar og voru því þrír stærðarflokkar á þéttbýli útbúnir: Stórir bæir, millistórir bæir og
litlir bæir. Það voru leppbreytur sem tóku gildið 1 ef þátttakandi bjó í einum slíkum. Litlir bæir voru
þeir sem höfðu aldrei fleiri en 999 íbúa, millistórir voru á bilinu 1.000-1.999 íbúar og stórir bæir
töldu 2.000 – 15.000 íbúa.