Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 153

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 153
Vífill Karlsson og Bjarki Þór Grönfeldt 153 .. Þegar rýnt er í suma þætti sem höfðu ekki marktæk áhrif á innflytjendur má fá athyglisverðar upp- lýsingar þegar þeir eru bornir saman við hliðstæða þætti allra þátttakenda. Í fyrsta lagi sést í líkani fyrir alla að flestir Íslendingar nutu svokallaðs borgarhagræðis en innflytjendur ekki. Það sést á því að allir þættirnir sem tengjast vinnumarkaði komu betur út eftir því sem samfélögin voru fjölmenn- ari1 og er það sérstaklega áberandi varðandi atvinnumöguleika (atvinnuúrval í töflu 8), möguleika til eigin atvinnureksturs (Tafla 8) og tekjur (Tafla 9). En þrátt fyrir þetta var fólk á höfuðborgarsvæðinu ekkert ánægðara með búsetu sína en fólk annars staðar (Líkan 11, Tafla 9) eins og áður sagði og innflytjendur eru marktækt óánægðari með búsetu sína þar en á Akureyri, í milli-stórum bæjum en sérstaklega í dreifbýli landsins (Líkan 12). Þegar horft var til vinnumarkaðstengdra þátta voru inn- flytjendur í röðum iðnaðarmanna marktækt óánægðari með búsetu sína óháð því hvar þeir bjuggu á landinu, einnig þeir sem störfuðu í sjávarútvegi eða þeir sem þurftu að fara langt til vinnu. Enga sambærilega fylgni var að finna í röðum íslenskra iðnaðarmanna en Íslendingar í sjávarútvegi voru ánægðari með búsetu sína en innflytjendur í sjávarútvegi. Ekki var auðvelt að finna skýringar á því hvers vegna innflytjendur í röðum iðnaðarmanna ættu að vera óánægðari með búsetu sína því á flesta kvarða komu þeir út með sambærilegum hætti og aðrir innflytjendur nema hvað tekjurnar varðaði. Þær voru lægstar eftir starfsgreinum innflytjenda og kemur nokkuð á óvart miðað við þá miklu eftir- spurn sem verið hefur eftir iðnaðarmönnum á Íslandi um árabil. Almenningur virtist hafa notið kerfislægrar velgengni atvinnugreina í hærri launum, eins og t.d. sjávarútvegs og upplýsingatækni, en það gerðu innflytjendur ekki og sama má telja gagnvart iðn- aðarmönnum eins og áður sagði. Innflytjendur voru t.a.m. með lægri laun en Íslendingar í sjávar- útvegi en það er trúlega vegna þess að hærra hlutfall þeirra starfaði við landvinnslu en ekki til sjós þar sem launin eru almennt hærri fyrir ófaglærða. Íslendingar virðast njóta menntunar sinnar í hærri launum (Líkan 9) en það verður ekki sagt um innflytjendur (Líkan 10). Þá voru einnig þættir sem komu betur út fyrir innflytjendur en Íslendinga. Innflytjendur sem voru í stjórnunarstöðum voru ánægðari með launin sín en Íslendingar í sömu stöðum og einnig ef þeir voru sérfræðingar. Þá voru menntaðir Íslendingar yfirleitt óánægðir með laun sín (Líkan 1) þrátt fyrir að fá marktæka umbun í hærri tekjum (Líkan 9) en menntaðir innflytjendur eru ekki óánægðir (Líkan 2) með laun sín þrátt fyrir enga marktæka umbun (Líkan 10). Þar sem sjávarútvegur, landbúnaður og ferðaþjónusta vigta hlutfallslega meira úti á landi og í minni bæjum og dreifbýli en þjónustan í stærri bæjum verður að lokum fjallað sérstaklega um þær atvinnugreinar gagnvart innflytjendum, þar sem þær hafa land- fræðilega og byggðafræðilega vídd. Ferðaþjónusta stóð mjög höllum fæti þetta ár vegna COVID-19 og innflytjendur upplifðu lítið atvinnuöryggi (Líkan 4) en ekkert minna en Íslendingar (Líkan 3). Þá var atvinnuúrval lítið meðal innflytjenda í ferðaþjónustu (Líkan 6) og minna heldur en Íslendinga (Líkan 5). Atvinnuöryggi og atvinnuúrval hjá innflytjendum var í engum atvinnugreinum eins lítið og í ferðaþjónustu þetta árið. Hins vegar virtist ánægja með búsetu þeirra Íslendinga sem starfa í ferðaþjónustu vera minni (Líkan 11) en innflytjenda þar sem engin fylgni mældist hjá innflytjendum sem störfuðu í ferðaþjónustu (Líkan 12). Innflytjendur voru ekkert sérstaklega ánægðir með laun í sjávarútvegi (Líkan 2) en innfæddir voru það (Líkan 1) enda voru innflytjendur með lægri tekjur en innfæddir í greininni (Líkan 10 og Líkan 9). Íslendingar fundu fyrir meira atvinnuöryggi í sjávarútvegi en öðrum atvinnugreinum (Líkan 3) en það gerðu innflytjendur ekki (Líkan 4). Þá töldu Íslendingar sig eiga minni möguleika á að hefja atvinnurekstur í sjávarútvegi en öðrum atvinnugreinum (Líkan 7) en sá munur var ekki marktækur meðal innflytjenda (Líkan 8) – kannski vegna þess að þeir höfðu alls staðar litla mögu- leika á því. Þá voru innflytjendur í sjávarútvegi mikið óánægðari með búsetu sína en innflytjendur í öðrum atvinnugreinum (Líkan 12) og sama gilti um Íslendinga nema hvað að þar var munurinn mikið minni (Líkan 11). Í landbúnaði töldu Íslendingar sig eiga meiri möguleika til að hefja atvinnurekstur en í öðrum greinum (Líkan 7) en enga slíka tilhneigingu var að finna meðal innflytjenda (Líkan 8). Þá voru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.