Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 157

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 157
Vífill Karlsson og Bjarki Þór Grönfeldt 157 .. í gegnum breytuna „tryggur“ áhrif á tekjur innfæddra en ekki innflytjenda (Tafla 9, Líkön 9 og 10). Það kann að vera vegna þess að þeim er ekki umbunað fyrir starfsaldur eða að starfsaldur sé ekki nógu langur hjá innflytjendum í samanburði við innfædda og að ef starfsaldur er ekki nógu langur hjá innflytjendum hafi gögnin ekki numið áhrifin. Vert er að fylgjast með þessu og ýmsu öðru sem innflytjendur fá ekki umbun fyrir eins og Íslendingar (eða til jafns við Íslendinga). Þar má nefna lífaldur, menntun og hlut í velgengni ýmissa atvinnugreina og starfsgreina (Tafla 9, Líkön 9 og 10). Íslenskukunnátta kann að hafa mikið með slaka útkomu innflytjenda að gera og þá kannski sér- staklega varðandi úrval atvinnu og tekjur. Í flestum tilfellum eru laun á Íslandi há í samanburði við laun í heimalandinu og kann að vera að innflytjendur skorti upplýsingar um hver eðlileg laun séu á Íslandi. Erfitt reyndist að finna erlendar rannsóknir sem vörpuðu ljósi á stöðu innflytjenda á vinnumarkaði á þann hátt sem hér er gert, þ.e. hvort borgarhagræði og velgengni sumra atvinnugreina skiluðu sér í tekjum þeirra. Það er helst að rannsókn þeirra Cachon og Aysa-Lastra (2015) geti mögulega skýrt af hverju þeir njóta síður fyrrnefndrar velgengni vegna þess að hlutfallslega fleiri þeirra fá störf sem bjóðast varavinnuafli og þar er afkoman lakari og atvinnuöryggið minna. Í gögnum rannsóknarinnar var engin slík flokkun til staðar og líklegt er að varavinnuafl sé í flestum greinum þó svo hlutur þess sé meiri í tilteknum atvinnugreinum, t.d. þar sem árstíðasveiflna gætir eins og í sjávarútvegi, mann- virkjagerð og ferðaþjónustu. Í þeim atvinnugreinum eru trúlega hlutfallslega fleiri ófaglærðir en þeir eru líklegri til að missa atvinnunna þegar kreppir að (Cachon og Aysa-Lastra, 2015; Orrenius og Madeline, 2009). Menntunarstig þeirra innflytjenda sem tóku þátt í könnuninni var frekar hátt en sambærilegar upplýsingar fundust í opinberum gögnum. Hins vegar bjuggu 62% innflytjenda á höfuðborgarsvæð- inu árið 2020 samkvæmt tölum Hagstofunnar en 52% þeirra innflytjenda sem tóku þátt bjuggu á höfuðborgarsvæðinu. Konur voru 41% innflytjenda á Íslandi þetta ár miðað við sömu heimild en 52% þátttakenda voru konur. Vert er að hafa þennan mun í huga við lestur greinarinnar. Í þessari rannsókn er byggt á sömu gögnum og í rannsókn Vífils Karlssonar (2022) en ýmsum mikilvægum atriðum bætt við greininguna. Það líkan sem notast var við í aðhvarfsgreiningunum hér er mun betra, m.a. vegna betri flokkunar á búsetu, en vinnumarkaður hefur skýra skírskotun til fjölmennis en samkvæmt kenningum hagfræðinnar er það jákvætt fyrir vinnumarkaðinn í mörgu tilliti, t.d. tekjur og úrval atvinnu (O‘Sullivan, 2009). Í núverandi líkani er flokkunin nákvæmari og það sést vel á flestum vinnumarkaðsþáttum þar sem þeir eru í nánast línulegu jákvæðu sambandi við fjölmenni að dreifbýlinu undanskildu. Í fyrri grein var þetta samhengi mun sundurlausara. Þess utan voru gögn nokkurra breyta normalíseruð. Það voru gögn þeirra breyta sem voru úr öllu samhengi við gögn flestra annarra breyta í líkönunum til þess að lágmarka hættu á misdreifni í niðurstöðunum. Núverandi niðurstöður eru því trúverðugri en fyrri niðurstöður. Síðast en ekki síst var einni breytu bætt við líkanið sem hafði mikilvæga landfræðilega skírskotun en það var fjarlægð þátttakenda til vinnu sinnar. Á marktækni hennar í flestum líkönum má sjá að hún er mikilvæg óháð breyta á þeim sex háðu breytum sem til skoðunar voru enda voru þær allar nátengdar vinnumarkaðnum. Lokaorð Í þessari grein var staða innflytjenda á kreppuárinu 2020 skoðuð. Í ljós kom að innflytjendur nutu ekki þess efnahagslega forskots og velgengni sem stærra þéttbýli (einkum höfuðborgarsvæðið) og sumar atvinnugreinar hafa haft og Íslendingar hafa notið með marktækum hætti. Þetta átti a.m.k. við um kreppuárið 2020 hvað svo sem kann að gilda og koma í ljós varðandi stöðu þeirra annars staðar í hagsveiflunni en full ástæða er til að rannsaka það síðar. Niðurstöðurnar eru einnig áhugaverðar í ljósi fyrri rannsókna sem benda til þess að viðhorf innlendra íbúa til innflytjenda séu neikvæðari á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, þar með talin viðhorf um áhrif innflytjenda á vinnu- markaðinn (Ævar Þórólfsson, 2019). Á sama tíma benda gögnin sem greind voru hér til þess að innflytjendum líði betur í fámennari samfélögum og að hagur þeirra þar sé alls ekki verri en ef þeir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.