Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 162

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 162
Aðskilin búseta: Búsetumynstur pólskra innflytjenda í Reykjavík 162 .. basis of Reykjavik city school districts. The results suggest that the resi- dential segregation of polish immigrants in Reykjavik is low to moderate. Nevertheless, there are two areas in Reykjavik where Polish immigrants are concentrated. In one area the immigrants tend to have lower incomes and have lived in Iceland for a shorter time than in the other area. The Polish immigrants with the longest stay and the highest incomes, however, tend to live in areas with few other Polish immigrants. The results align most closely with theories of segmented assimilation. However, they may also reflect a particular phase in the integration of Polish immigrants into Icelandic society that in the long-run may develop more in line with clas- sical assimilation theory. KEYWORDS: Immigration – Residential patterns – Reykjavik – Seg- regation Inngangur Fjölgun innflytjenda á Íslandi hófst í lok tíunda áratug síðustu aldar. Á árunum 1988 til 1998 voru erlendir ríkisborgarar um 2% íbúa landsins ár hvert. Frá 1998 til 2005 fjölgaði þeim jafnt og þétt í 3,6% íbúa landsins. Á árunum 2005 til 2008 jókst svo fjölgunin svo um munar og árið 2009 var hlutfall erlendra ríkisborgara komið í 7,6%. Hrunið sneri þessari þróun svo við, en aðeins að hluta og í skamman tíma. Árið 2011 voru 6,6% íbúa landsins með erlent ríkisfang. Eftir 2012 fjölgaði erlendum ríkisborgurum hratt. Það hægði að vísu á fjölguninni á milli 2020 og 2021 en í upphafi árs 2022 erlendir ríkisborgarar 14,6% af íbúum landsins (Hagstofa Íslands, e.d.a.). Fjöldi erlendra ríkisborgara segir aðeins hálfa söguna því hluti hópsins öðlast íslenskt ríkisfang en eru auðvitað enn með erlendan bakgrunn sem getur haft áhrif á bæði upplifanir þeirra og tæki- færi í íslensku samfélagi. Þá eignast innflytjendur börn, stundum með innfæddum og stundum með öðrum innflytjendum, og þar með verður til önnur kynslóð sem hefur uppruna að hluta utan Íslands. Þannig fór hlutfall innflytjenda, það er einstaklinga sem eru fæddir erlendis og eiga báða foreldra fædda erlendis, úr 2,4% árið 1998 í 16,3% árið 2022. Á sama tíma hækkaði hlutfall þeirra sem áttu annað eða báða foreldra fædda erlendis úr 3,1% íbúa í 7,1%. Þannig var nær fjórðungur íbúa lands- ins með upprunatengingu við annað land en Ísland, samanborið við um það bil einn af hverjum átján íbúum árið 1998 (Hagstofa Íslands, e.d.b.). Þetta er stór breyting á skömmum tíma sem hefur haft áhrif á íslenskt samfélag, efnahagslíf og mögulega búsetumynstur. Í þessari grein verður fjallað um búsetumynstur pólskra innflytjenda út frá skólahverfum í Reykja- vík. Erlendis eru víða til rannsóknir á muni á búsetumynstrum ýmissa þjóðfélagshópa til að meta aðskilnað á milli hópa. Eftir því sem næst verður komist hafa slíkar rannsóknir ekki verið gerðar áður á Íslandi. Ástæðan fyrir þessu vali á innflytjendahóp er að Pólverjar eru langsamlega stærsti hópur innflytjenda á landinu. Árið 2022 voru íbúar landsins fæddir í Póllandi tæplega 21 þúsund, eða fimm sinnum fleiri en næst fjölmennasti hópurinn sem var fólk fætt í Danmörku. Munurinn er meiri þegar það er horft til þess að hluti hópsins sem fæddist í Danmörku á foreldra fædda á Íslandi. Vegna þessa er ástæða til að skoða pólska innflytjendur sérstaklega og meta stöðu þeirra í samfélaginu. Það myndi jafnframt gefa óskýra mynd af búsetumynstrum mismunandi innflytjendahópa að fella þá alla saman í einn hóp enda ekki alltaf um sömu mynstrin að ræða. Það eru ýmsar ástæður til að skoða búsetumynstur innflytjenda. Búsetumynstur innflytjenda gefa vísbendingu um inngildingu hópsins og aðlögun hans að íslensku samfélagi. Ef innflytjendur safnast saman í tilteknum hverfum getur það takmarkað möguleika þeirra á að mynda félagsleg tengsl við hina innfæddu. Það hefur svo aftur áhrif á lífsgæði og tækifæri innflytjendanna, til dæmis hvað varðar atvinnutækifæri sem og aðgang að upplýsingum um þá þjónustu sem íbúum landsins stendur til boða. Þar sem skólahverfin skilgreina að miklu leyti aðgang að grunnskólum er einnig ljóst að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.