Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 170

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 170
Aðskilin búseta: Búsetumynstur pólskra innflytjenda í Reykjavík 170 .. Við höfum séð að saman söfnun pólskra innflytjenda tengist tveimur svæðum innan Reykjavíkur. En að hvaða marki eru búsetumynstur þeirra ólík Reykvíkingum með íslenskan bakgrunn? Mynd 3 sýnir ólíkindavísitölu búsetumynstra pólskra innflytjenda í samanburði við borgarbúa með íslenskan bakgrunn. Í upphafi aldarinnar jókst munurinn á búsetumynstrum hratt. Árið 2000 hefðu 22,5% pólskra innflytjenda þurft að flytja sig um set á milli skólahverfa til að búsetumynstur þeirra væru þau sömu og borgarbúa með íslenskan bakgrunn. Árið 2002 var hlutfallið orðið 29%. Síðan þá hefur hlutfallið flökt án þess að það sé greinileg þróun utan áranna í kjölfar hrunsins þar sem fækkun pólskra innflytjenda hélst í hendur við minnkandi aðskilnað í búsetu. Heilt yfir urðu búsetumynstur pólskra innflytjenda ekki líkari búsetumynstrum borgarbúa með íslenskan bakgrunn fyrstu tvo ára- tugi 21. aldarinnar og raunar heldur ekki ólíkari ef undan eru skilin fyrstu tvö ár aldarinnar. Þau búsetumynstur sem hafa verið rakin hér tengjast efnahag hverfa. Fjöldi pólskra innflytjenda sem búa í skólahverfum helst í hendur við miðgildi ráðstöfunartekna íbúa þeirra. Pearson fylgnin á milli þessara tveggja stærða er -0,836. Því lægri sem tekjurnar eru, því hærra hlutfall pólskra inn- flytjenda (þessar stærðir eru auðvitað ekki óháðar hvorri annarri en niðurstaðan er svo gott sem óbreytt ef við skoðum bara miðgildi ráðstöfunartekna íbúa með íslenskan bakgrunn). Þegar hér er komið sögu hafa tilgátur 1 (saman söfnun í lágtekjuhverfum) og 2 (dregur úr að- skilnaði hópsins yfir tíma) verið prófaðar. Niðurstöðurnar styðja tilgátu 1. Þar sem tilgáta 1 er sam- eiginleg öllum kenningunum er hjálpar okkur ekki að gera upp á milli þeirra. Niðurstöðurnar eru hins vegar ekki í samræmi við tilgátu 2. Búsetumynstur pólskra innflytjenda hafa ekki orðið líkari búsetumynstrum borgarbúa með íslenskan bakgrunn á þeim tveimur áratugum sem voru til skoð- unar. Það mælir gegn kenningum um almenna aðlögun í búsetumynstrum. Nýir innflytjendur og rótgrónir Pólskir innflytjendur eru ekki einsleitur hópur. Sumir þeirra stoppa til dæmis mjög stutt, aðrir lengur og enn aðrir setjast varanlega að. Sumir koma til að setjast að, aðrir ætla sér að snúa aftur til Pól- lands. Enn aðrir ætla sér að snúa aftur heim en ákveða svo að setjast að þegar þeir eru komnir. Sumir koma einusinni, aðrir koma oft og jafnvel reglulega (Tworek, 2011). Ætla má að fyrirætlanir fólks á hverjum tíma og hve lengi það hefur búið að Íslandi hafi áhrif á búsetu þess. Ef fólk ætlar sér að setjast að, eða að minnsta kosti að dvelja á landinu til langs tíma, er það líklegra til að gera öðruvísi kröfur til húsnæðis en ef það tjaldar til einnar nætur. Fyrir vikið er ekki ósennilegt að búsetumynstur séu mismunandi eftir því hve lengi fólk hefur verið á landinu. Þá sýna gögnin sem er unnið með hér að árið 2020 höfðu 56% pólskra innflytjenda sem bjuggu í Reykjavík búið á Íslandi í skemur en fimm ár. Það gæti þýtt að þrátt fyrir að búsetumynstur þeirra sem setjast að í Reykjavík verði líkari búsetumynstrum borgarbúa með íslenskan bakgrunn yfir tíma valdi velta þeirra sem dvelja í skemmri tíma að ekki dragi úr aðskilnaði í búsetumynstrum hópanna heilt yfir. Það fyrsta sem er vert að skoða í þessu samhengi er hvort búsetumynstur pólskra innflytjenda endurspegli hvaða hverfi þeir eru fyrst skráðir í við komuna til landsins. Hugmyndin er að innflytj- endur flytji fyrst inn í hverfi þar sem er hátt hlutfall fólks með sama uppruna en svo spá mismunandi kenningar ólíkt fyrir um hvað gerist næst. Annað hvort flytja þeir í önnur hverfi þar sem er lægra hlutfall af innflytjendum (tilgáta 3), festast í hverfinu (tilgáta 4) eða velja að búa áfram í hverfinu (tilgáta 5). Mynd 4 sýnir hvernig fyrstu lögheimili þeirra pólsku innflytjenda sem fluttu til Reykjavíkur á milli áranna 2001 og 2020 dreifist á skólahverfi og stærri svæði innan borgarinnar. Fyrir stærri svæðin er myndin mjög svipuð og mynd 1 hvað varðar nýrri úthverfin, suður Reykjavík og Vestur- tanga borgarinnar. Þau svæði sem hafa hæst hlutfall pólskra innflytjenda eru einnig líklegust til að vera fyrsta stoppið, sem er sennilega afleiðing af flutningskeðjum þar sem þeir innflytjendur sem eru fyrir fá vini og skyldmenni til að flytja til landsins og aðstoða þau við að koma sér fyrir. Það er hins vegar mikilvægur munur á myndum 1 og 4 hvað varðar þessi hverfi. Mun hærra hlutfall pólskra innflytjenda hafði Norðurströndina sem fyrsta stopp á árunum 2001 til 2020 en hlutfall pólskra inn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.