Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 173

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 173
Kolbeinn Stefánsson 173 .. Aftur á móti er sá hópur fremur fámennur og meirihluti þeirra sem hafa búið lengur á Íslandi hefur safnast saman í eldri úthverfunum. Það skýrir að búsetumynstur pólska innflytjenda á Íslandi hafa almennt ekki orðið líkari búsetumynstrum borgarbúa með íslenskan bakgrunn yfir tíma. Það skýrir líka að búsetumynstur þeirra pólsku innflytjenda sem hafa búið hér lengst eru ekki líkari búsetumynstrum borgarbúa með íslenskan bakgrunn en þeirra sem hafa dvalið hér skemur. Það stangast á við almennar aðlögunarkenningar. Hvað varðar tilgátur 4 og 5 er myndin ögn flókin. Í aðra röndina er ekki um það að ræða að pólskir innflytjendur festist í fyrsta sem þeir flytja inn í við komuna til landsins. Það að sambandið á milli búsetu pólskra innflytjenda og miðgildis tekna hverfa veikist með lengri búsetu mælir gegn tilgátu 5, að saman söfnunin sér val, sem og sú staðreynd að meðal lengd búsetu á landinu sé hæst í eldri úthverfunum. Aftur á móti benda niðurstöðurnar einnig til þess að það sé engu að síður sterk tilhneiging til saman söfnunar, það er að í stað þess að dreifast um borgina sé fremur um að ræða flutninga frá skólahverfunum við norðurströndina og upp í eldri úthverfin. Bæði þessi svæði eru að mörgu leyti svipuð hvað varðar tekjur íbúanna og fjölda innflytjenda á meðal íbúa. Það er ef til vill hægt að túlka þessa niðurstöðu sem vísbendingu um að pólskir innflytj- endur neyðist til að búa í tekjulægri hverfum en ekki endilega í tilteknu tekjulágu hverfi. Það væri þar með stuðningur við tilgátu 4. Aftur á móti sýndu niðurstöðurnar líka umtalsverðan mun á svæðunum tveimur sem um ræðir. Norðurströndin er líklegri til að vera fyrsta stopp pólskra innflytjenda en pólskir innflytjendur í eldri úthverfunum hafa búið mun lengur á landinu. Það gæti verið til marks um að þegar pólskir innflytj- endur skjóta rótum í íslensku þjóðfélagi þyki þeim engu að síður eftirsóknarvert að búa í umhverfi þar sem er allnokkur fjöldi fólks af sama uppruna. Það sem eldri úthverfin hafa þá að bjóða umfram skólahverfin við norðurströndina er rótgrónara og stöðugra innflytjendasamfélag. Það myndi styðja tilgátu 5. Það verður þó að teljast óbeinn og afar veikur stuðningur við þá tilgátu. Tekjur og búseta pólskra innflytjenda Búsetumynstur innflytjenda tengjast ekki aðeins aðlögun þeirra að samfélaginu yfir tíma heldur einnig þeim björgum sem þeir hafa yfir að ráða. Af þeim eru tekjur sennilega mikilvægastar hvað varðar möguleika fólks á húsnæðismarkaði. Ein leið til að hugsa um þetta er að lengd dvalar breytir litlu um búsetu innflytjenda ef þeir hafa ekki efni á húsnæði á svæðum þar sem hlutfall innflytjenda er ekki hátt. Ein leið til að prófa kenningar um sértæka aðlögun er að skoða búsetumynstur mismunandi tekju- hópa fólks með sama uppruna. Ef pólskir innflytjendur sækjast eftir að búa nálægt öðrum pólskum innflytjendum ættum við að sjá tilhneigingu á meðal tekjuhærri pólskra innflytjenda til að spegla bú- setumynstur tekjulægri pólskra innflytjenda. Mynd 7 sýnir því ólíkindavísitölu annarrar tekjutíundar og upp úr í samanburði við neðstu tekjutíund eftir uppruna. Það reyndist nauðsynlegt að sameina efstu tvær tekjutíundirnar vegna þess hve fáir pólskir innflytjendur voru í efstu tekjutíund. Myndin sýnir að búsetumynstur pólskra innflytjenda verða sífellt ólíkari búsetumynstrum þeirra tekjulægstu á meðal þeirra með hækkandi tekjum upp að sjöundu tekjutíund. Eftir það er ólíkinda- vísitalan nokkuð stöðug. Það sem meira er, tekjur leiða til meiri ólíkinda í búsetu mismunandi tekju- hópa á meðal pólskra innflytjenda en meðal borgarbúa með íslenskan bakgrunn. Þannig hefðu rúm 37% pólskra innflytjenda í neðstu tíund tekjudreifingarinnar þurft að flytja á milli skólahverfa til að ná sama búsetumynstri pólskra innflytjenda í efstu tveimur tíundum dreifingarinnar. Fyrir borgarbúa með íslenskan bakgrunn var hlutfallið nær helmingi lægra, eða tæplega 19%.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.