Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 178

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 178
Aðskilin búseta: Búsetumynstur pólskra innflytjenda í Reykjavík 178 .. hverfi, til dæmis nýrri úthverfin, þegar eignarmyndun þeirra í eigin húsnæði gerir þeim kleift að kaupa sér betra og/eða betur staðsett húsnæði. Búseta þeirra pólsku innflytjenda sem hafa hæstu tekjurnar og búið lengst á Íslandi í nýrri úthverfunum gæti verið til marks um það. Ef ofangreind þróun er það sem er í raun og veru að gerast mun pólskum innflytjendum væntan- lega fjölga utan innflytjendasvæðanna tveggja á næstu árum. Ef það gerist má í raun segja að kenn- ingar um almenna aðlögun skýri þróun búsetumynstra pólskra innflytjenda til lengri tíma litið, en lagskipt og sértæk aðlögun skýri þá fremur vissa fasa aðlögunarferlisins. Það myndi þá þýða að þegar fjárhagur pólskra innflytjenda er orðinn nægilega góður og aðlögun þeirra að íslensku sam- félagi kominn nægilega langt séu þeir ekki lengur bundnir af húsnæðismarkaðnum til að búa í tekju- lægri hverfum og hafa ekki sömu þörf og áður fyrir nálægð við samlanda sína. Það verður því fróð- legt að fylgjast með búsetumynstrum pólskra innflytjenda á komandi árum. Hér hefur ekki verið reynt að meta einn skýringaþátt sem kann að hafa áhrif á búsetumynstrin, það er mismunun á húsnæðismarkaði. Eins og áður hefur verið nefnt eru til vísbendingar um að slík mismunun sé til staðar (Hallfríður Þórarinsdóttir og Anna Wojtynska 2015). Mismunun á leigumark- aði getur birst í því að leigusalar vilji síður leigja innflytjendum en á eignamarkaði getur mismunun átt sér stað varðandi aðgang að fjármögnun eða þegar kemur að þeim eignum sem fasteignasalar halda að innflytjendum, svo dæmi séu nefnd. Heilt yfir benda niðurstöðurnar þó ekki til þess að búsetumynstur pólska innflytjenda séu til marks skýra aðgreiningu á milli hópsins og þeirra borgarbúa sem eru með íslenskan bakgrunn. Í kaflanum um gögn og aðferðir var greint frá því að í rannsóknum á sviðinu er ólíkindavísitala undir 0,3 talin til marks um lítinn aðskilnað, 0,3 til 0,6 um miðlungs aðskilnað og yfir 0,6 um mikinn að- skilnað. Árið 2020 var aðskilnaðarvísitalan á milli pólskra innflytjenda og borgarbúa með íslenskan bakgrunn 0,271, sem er til marks um lítinn aðskilnað miðað við þessi viðmið. Eins og fram hefur komið er myndin ögn flóknari þar sem í raun er um tvo ólíka hópa pólskra innflytjenda að ræða sem eru ólíkir hvað varðar lengd búsetu á landinu. Þessi hópar hafa tilhneigingu til að safnast saman á tveimur mismunandi svæðum borgarinnar. Jafnvel þegar þessi hópar eru skoðaðir í sitthvoru lagi er ólíkindavísitalan rétt við 0,3 mörkin (0,292 fyrir hópinn sem hefur dvalið hér skemur en fim ár og 0,311 fyrir hópinn sem hefur búið á Íslandi í 10 ár eða lengur). Þessar niðurstöður endurspegla ef til vill fyrst og fremst ákveðinn fasa í aðlögun og inngildingu pólskra innflytjenda á Íslandi. Eitt af því sem þessi grein dregur fram er fjölbreytileiki innan innflytjendahóps, ekki síst hvað varðar lengd búsetu og fyrirætlanir þar um. Raunveruleikinn er sá að á hverjum tíma er hluti inn- flytjenda í hvaða samfélagi sem er sem ætlar sér ekki að setjast að og vægi þess hóps hefur aukist umtalsvert það sem af er þessari öld (Triandafyllidou 2022). Sú breyting getur haft afgerandi áhrif á ýmsar afleiðingar fjölgunar innflytjenda í samfélagi (Dustmann og Görlach 2016). Í samhengi þess- arar greinar má til dæmis ætla að þarfir innflytjenda sem ætla sér að dvelja tímabundið og þeirra sem setjast að séu um margt ólíkar hvað varðar húsnæði og búsetusvæði. Það er því mikilvægt að horfa til þessa fjölbreytileika innan hópsins til að skilja búsetumynstur innflytjenda og auðvitað aðrar út- komur innflytjenda á Íslandi. Hver innflytjendahópur er fjölbreyttur að ýmsu öðru leyti, svo sem varðandi uppruna á mismunandi svæðum stéttarstöðu innan upprunalandsins (sjá til dæmis Iceland og Wilkes 2006 um það síðarnefnda). Slíkur fjölbreytileiki getur einnig haft áhrif á líf innflytjenda í landinu sem þeir flytja til. Svar þessarar greinar við rannsóknarspurningunni sem var lagt upp með er að mörgu leyti ófull- nægjandi: Sennilega þetta, en hugsanlega hitt. Búsetumynstur pólskra innflytjenda munu auðvitað halda áfram að þróast á komandi árum og í fyllingu tímans verður hægt að gefa skýrari mynd af þeim áhrifaþáttum sem móta hana með gögnum eins og unnið er með hér. Það væri hins vegar hægt að gefa mun skýrari mynd fyrr með könnunum þar sem innflytjendur væru spurðir út í núverandi búsetu, væntingar, framtíðaráform og mismunun sem þeir verða fyrir. Með slíkri rannsókn væri hægt að spá fyrir um þróunina og grípa inn í ef merki eru um að pólskir innflytjendur sitji fastir í lágtekju- hverfum vegna lagskiptrar aðlögunar eða mismununar á húsnæðismarkaði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.