Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 4
■f^EGAR þau voru börn og léku sér saman, sögðu þau
ætíð, að þau ætluðu að giftast, þegar þau yrðu full-
orðin, og svo varð.
Karólína undraðist það alla daga, að bún, sem var bæði
hlédræg og feimin og ekki sérlega falleg, skyldi ná í Karl,
sem var kátur og skemmtilegur, djarfur veiðimaður,
dansaði vel og lék á fiðlu.
Þegar þau giftu sig, var mjög lítið landrými eftir ó-
byggt eða óræktað í heimabyggð þeirra. En lengra vestur
frá var landið enn ónumið og sagt frjósamt og auðunnið,
án skóga, sem ryðja þyrfti.
Faðir Karls var örlátur en fátækur maður, og hann
átti sex syni yngri en Karl. Að lögum átti hann að vinna
föður sínum til 21 árs aldurs, en faðir hans gaf hann laus-
an síðustu tvö árin og enníremur gaf hann honum eyki
það, sem hann hefði átt að fá að launum, ef hann hefði
unnið eins lengi og fyrir er mælt.
Foreldrar Karólínu gáfu henni tvær ullarábreiður, tvo
kodda með villigæsafiðri, pott, pönnu og sleif. Þau gáfu
henni einnig svínslæri, osthleif, tvo sykurtoppa og Ijóð
Tennysons í fögru bandi með gylltri áletrun. Þau lögðu
því ekki alveg tómhent af stað út í heiminn.
Þau gátu aldrei orðið fullkomlega sammála um það,
kjarnar 2 Nr. 1