Kjarnar - 01.02.1948, Side 19
er eyðilagt, hvert einasta korn.“ Svo hné hann niður á
bekkinn.
Hún varð að reyna að hughreysta hann.
„Já, þá verðum við að lifa hér án þess,“ sagði hún. „Yið
erum búin að vera án þess svo lengi, að við getum það
vel.“ Hún settist við hlið hans og strauk hönd hans. Hún
fann, að líkami hans skalf allur, er hann grúfði andlitið
við öxl hennar. Hann grúfði sig að henni í sams konar
örvæntingu og þjáð hafði hana nóttina, sem barnið fædd-
ist.
„Ó, Karólína. Ef ég hefði ekki aðeins verið svona mikill
fáráðlingur. Ég skulda nær því tvö hundruð dollara, og
við eigum hvorki korn til að borða í vetur né útsæði til
næsta vors.“
„Láttu það ekki á þig fá. Þetta mun lagast. Þú lítur
bjartari augum á þetta, þegar þú ert búinn að sofa ofur-
lítið.“
Hann féll í þungan svefn, og er hann vaknaði morgun-
inn eftir, var andlit hans bólgið og augun rauð og þrútin.
Er hann hafði gert nauðsynlegustu morgunverkin og
snætt morgunverð, hvatti hún hann til þess að leggjast
til hvíldar á ný. Hann hlýddi eins og auðsveipt barn, og
Karólína sat hljóð við hlið hans.
Allt í einu varð hún þess vör að einhver hreyfing var
frammi við dyrnar og einkennilegt skrjáf barst að eyr-
um hennar. Svo fann hún einhverja snertingu við fót
sér. Hún spratt á fætur og sá þá, að yfir þröskuldinn í
dyrunum, sem stóðu opnar, skreið iðandi engisprettu-
her. Þær trítluðu inn gólfið hundruðum, þúsundum sam-
an. Þríhyrnd höfuðin og útstæð augun liðu í sífellu inn
yfir þröskuldinn. Hún greip barnið í fang sér og hrópaði
Nr. 1
17
KJARNAR