Kjarnar - 01.02.1948, Page 15
gæðingi sínum. Éndurminningar hans mundu ekki ná tií
dvalarinnar í litla kofanum þessi frumbýlingsár.
Karl hafði f arið til þorpsins, sem nú var nýrisið í nokk-
urra mílna fjarlægð, og mundi koma heim aftur um
kvöldið. Það var þó komið myrkur, þegar hún heyrði í
vagninum og gekk með lukt í hendi út að hesthúsinu til
þess að hitta hann. Ljósbjarminn féll á trjávið á vagnin-
um, og við hlið hans stóð ný sláttuvél og glitraði á stálið.
í sætinu aftan við Karl voru nokkrir bögglar.
Hann stökk út úr vagninum og tók hana í faðm sinn
svo fast, að hún náði varla andanum.
„Gettu, hvað ég keypti handa þér.“
„En, Karl. Þú hefur þó ekki farið að stofna þér í skuld-
ir?“
„Því ekki það? Við höfum ráð á því, finnst þér það
ekki? Þú hefðir átt að sjá, hve vel þeim leizt á hveitið
okkar í borginni. Ég undirritaði samning um landspildu
hérna handan við víkina. Við höfum eignazt bezta land-
ið hér um slóðir, og þegar það er allt saman orðið að
hveitiökrum, þá ... Heyrðu góða, þú gazt þó ekki búizt
við, að ég færi að aka vagninum tómum heim þessa tíu
mílna leið? Við þurftum að fá sláttuvél, og trjávið-
inn ...“
Þau höfðu aldrei snætt slíkan kvöldverð eða átt sam-
an svo hamingjuríkt kvöld. Karl hafði keypt nautakjöt,
sykur og rúsínur og jafnvel pund af smjöri. Hann hafði
líka keypt hringlu handa Jóni Karli og lítil stígvél handa
honum, sem þó voru allt of stór enn þá. Að lokurn opn-
aði hann dálítinn böggul og rakti sundur skínandi brún-
an silkidúk. Karólína starði orðlaus á þetta. „Þetta mun
fara vel við hár þitt,“ sagði Karl og reyndi að vera gam-
Nr. 1
13
KJARNAR