Kjarnar - 01.02.1948, Side 42
og síðan hafði hann ekki séð út úr augunum og ekki vitað
hvar hann fór, fyrr en hann rakst á reykháfinn. „Fyrst
vissi ég ekki hvað þetta var, sem ég hafði rekið fótinn í,
og gat fyrst í stað ekki fundið það aftur. Ég var að þreifa
fyrir mér og leita að því, þegar ég heyrði til þín, og það
bjargaði mér. Karólína, elsku konan mín.“
Svo tók hann hana í faðm sér, og það var svo ótal margt,
sem þau þurftu að segja hvort öðru.
„Ég kom með 40 dollara,“ sagði hann drjúgur. „Roslyn
er ágætur maður. Hann greiddi mér vel, en ...“
„Ó, Karl, hvernig líður þér í fætinum?“ tók hún fram í
fyrir honum.
„Ágætlega, en ég verð þó að hlífa honum ofurlítið fyrst
um sinn. Þú hefur auðvitað tekið eftir því, að ég setti þig
á hitt hnéð. En ég þoldi gönguna hingað ágætlega. Ég
verð orðinn albata, þegar vorplægingin hefst.“
„Og þú þurftir að ganga alla leið hingað. Ó, Karl.“
„Hvað hélztu að ég mundi gera? Setjast að í þorpinu
og láta þig vera hér eina í allan vetur?“
Það skiptir annars minnstu máli, hvað þau sögðu hvort
við annað. Stormurinn þaut yfir höfðum þeirra, en hvað
gerði það til. Nú voru þau aftur saman, og þá mátti storm-
urinn hvína.
Kaupmaður einn úti á landi lenti í málaferlum við einn
viðskiptamann sinn, sem var fluttur til Reykjavíkur, og fékk
hann einn af færustu lögfræðingum bæjarins til að gæta hags-
muna sinna og mæta fyrir sig í réttinum. Kaupmaðurinn
vann málið, og lögfræðingurinn sendi honum svohljóðandi
skeyti: „Hinn góði málstaður sigraði." — Kaupmaðurinn
svaraði um hæl: „Skjótið málinu til hæstaréttar."
KJARNAR
40
Nr. 1