Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 44
*■
Nóvember og desember 1875.
HERRA Rogers varð allt í einu
alvarlegur á svip. Hann leit á
skrautlegar stundatölur frönsku
klukkunnar og brúnir hans sigu.
Svo tók hann um gildu gullfestina,
sem lá þvert yfir vestið, og dró úrið
sitt upp úr vasanum með svipuð-
um tilburðum og sjómaður, sem
dregur akkerið inn í bát sinn. i
Hann bar úrið og klukkuna saman
og óánægjumuldur leið frá brjósti
hans.
„Hún er of sein, þetta bannsetta
gyllta hrip. Þessi fjárans ryksuga
er allt of sein.“ Síðan gekk hann
nær klukkunni, rýndi á hana með
fyrirlitningarsvip og kallaði svo:
„Mamma".
Frú Rogers kom út úr eldhúsinu
og svört augu hennar gljáðu.
„Hvað, pabbi, þú gerðir mig
hrædda."
Rogers sneri sér að konu sinni
með slrangan svip á skeggjuðu and-
litinu. Hann benti á klukkuna og
sagði: „Þetta skrapatól er lifandi
eftirmyndin af því, hvernig heim-
ilishaldið gengur í þessu húsi. Eng-
in virðing fyrir stundvísi. Hún er
fullum tveim mínútum of sein, og
þú lætur eins og ekkert sé. Ef lestin
ætti nú til dæmis ..
Frú Rogers tíndi ímynduð fis af
svörtum jakka manns síns.
„Jessi, hvert ætlarðu svo sem að
fara? Og það er fis á jakkanum þín-
um. Aldrei hugsið þið karlmennirn-
ir neitt um það, hvernig þið eruð
til fara“. Hún tók um handlegg
hans og leiddi hann að borðsend-
anum. Þrált fyrir gráýrt hár henn-
ar, var hún líkust stelpuhnokka við
hliðina á þessum gilda og herða-
breiða manni. Hann líktist helzt
gömlum birni þarna við hlið henn-
ar. Nú iðaði mógrátt skeggið, sem
huldi mestallt andlitið, af hlátri.
Hann hafði gleymt klukkunni, sem
var of sein, um leið og hún kom.
Hann beið ekki eftir hinum með-
limum fjölskyldunnar, heldur sett-
ist strax í armstólinn við borðsend-
ann. Kona hans trítlaði aftur fram
i eldhúsið.
Júlía var hin fyrsta af krökkun-
ura sem birtist. Hún settist þegar
KJARNAR
42
Nr. 1