Kjarnar - 01.02.1948, Page 95
tíminn, og klukkan varð hálfátta.
Philippe var alltaf vanur að koma
í heimsókn til Teresínu fyrir þann
tíma, en hann sást nú ekki held-
ur. Dóttir og nióðir viku varla frá
glugganum. Þær vonuðu að sjá
annað hvort strokuhjúið koma. í
hug þeirra var nú ekki lengur
nokkur snefill af efa um það, að
þau væru saman.
Það var ekki fyrr en seint um
kvöldið, að sendisveinn barði þar
að dyrum og skilaði bréfi. Hann
rétti það hæversklega að þeim
Mæðgum, því að báðar höfðu hrað-
að sér til dyra. Móðirin hrifsaði
bréfið svo áfjáð af drengnum, að
hann varð lafhræddur. Sína lagði
líka hönd á það.
„Sína, viltu gera svo vel að sleppa
bréfinu. Það er nú nokkuð langt
gengið, ef ég fæ ekki að opna mín
eigin bréf í friði.“
„Það er frá Philippe, og ég á
rétt á því að fá að vita fljótt, hvað
hann skrifar." Teresína horfði
þykkjuþung á móður sína. „Ég hélt
að þér væri ekkert um það gefið,
að verið væri að leika sér með til-
finningar mínar." Hún sleppti þó
hendi af bréfinu.
En móðir hennar anzaði henni
engu. Hún var þegar farin að
lesa bréfið, og varir hennar herpt-
ust saman. Teresína bjóst ekki við
neinu góðu eftir svip móður sinnar.
„Þetta verður þungt áfall fyrir
Nr. 1
þig, Sína mín. Það er eins og ég
hef alltaf sagt, það er meira en
einn smásteinn á sjávarströndinni.
Og eins og ég hef oft varað þig við,
þá hefur þú ekki hagað þér ...“
„Mamma, hættu, gerðu það,“
sagði Teresina skjálfandi röddu.
„Ég veit, að það er Júlía. Hún hef-
ur alltaf verið illfygli. Það er langt
síðan ég komst að raun um það, að
það er aðeins eitt ráð til þess að
vinna hug manns eins og Philippe.
Það er að haga sér samkvæmt hinni
frönsku siðfræði hans. Og ef Júlía
lætur sér það lynda, þá má hún
sannarlega eiga hann fyrir mér.“
Móðir hennar rétti henni bréfið,
og hún las það í flýti.
„Elsku mamma. Ég hef strokið
að heiman með Philippe, vegna
þess að við elskum hvort annað, og
líf mitt mundi verða óbærilegt án
hans. Mér svíður að verða að valda
þér þessari sorg, en það er engin
önnur leið til. Allar skýringar
hefðu orðið gagnslausar við stúlku
með skaplyndi Sínu. En ég veit, að
þú munt skilja þetta. Vertu ekki
hnuggin vegna þessa.
Þín elskandi dóttir
Júlía.
Eftir fáa daga gat Teresína litið
á það sem gerzt hafði, eins og það,
sem er liðið hjá. Þetta varð henni
hörð en þó lærdómsrík og nytsöm
93
KJARNAR