Kjarnar - 01.02.1948, Page 103
lendan þjón sinn í áköfu reiðikasti og komst nauðulega
hjá dauðarefsingu. Hann sat alllengi í fangelsi, en síðan
sneri hann aftur heim til Englands og var þá orðinn ön-
ugur, þunglyndur og undarlegur í háttum á marga lund.
Meðan Roylott læknir var í Indlandi, kvæntist hann
móður minni, frú Stoner. Hún var þá ekkja eftir Stoner
hershöfðingja í Bengal-hernum. Ég og Júlía systir mín
vorum tvíburar og að eins tveggja ára að aldri, þegar
þetta gerðist.
Stuttu eftir að þau fluttust til Englands dó móðir mín.
Stjúpfaðir okkar fluttist þá með okkur til Stoke Moran.
Móðir mín hafði ánafnað manni sínum hinum árlegu
tekjum sínum, sem námu að minnsta kosti þúsund pund-
um, með því skilyrði, að nokkur hluti þessa fjár yrði
greiddur til okkar systranna, þegar við giftumst. Þessir
peningar entust okkur vel til allra lífsþarfa, og við lifðum
áhyggjulausu og hamingjusömu lífi.
En nú fór að bera á því, að nokkur breyting varð á
stjúpföður okkar. Hann tók að loka sig inni í húsinu og
kom sjaldan út fyrir húsdyr án þess að lenda ekki í ein-
hverri þrætu við þá, sem á vegi hans urðu. Þessi þrætu-
girni hefur verið ættgeng meðal karlmanna í ætt hans,
°g ég býst við, að dvöl hans í Indlandi hafi aukið á þenn-
an skaplöst hans. Að lokum gekk illgirni hans svo langt,
að hann varð ótti allra í þorpinu, og fólk forðaði sér burt,
þegar hann nálgaðist, því að hann er grófgerður, sterkur
°g ruddalegur maður og hefur ekki hemil á gerðum sín-
um, þegar hann reiðist.
Hann á nú enga vini lengur nema þessa tatara, og hann
ieyfir þeim að tjalda á þessum litla bletti okkar, sem þó
er alþakinn brómberjarunnum, sem við ræktum og höf-
Nr. 1
101
KJARNAR