Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 128
r<r -
Sex vikur liðu. Consuelo frétti ekkert af Albert, og
þegar henni bauðst allt í einu einstakt tækifæri til þess
að syngja við óperuna, greip hún það. Góðvild hennar og
ástúð höfðu unnið hjörtu allra, jafnvel Corillu, sem lét
nú af öllum illvilja í hennar garð.
Dag einn, er Consuelo var að syngja í leikhúsinu í
hlutverki Zenobiu, fannst henni hún sjá Albert greifa
bregða fyrir í skugga einnar stúkunnar í leikhúsinu.
Hann virtist þögull, flóttalegur og dularfullur á svip.
Um þessar mundir hafði Trenck barón, hinn mesti of-
stopamaður og yfirgangsseggur, komið til borgarinnar.
Hann hafði orðið ástfanginn af Consuelo við fyrstu sýn,
eins og flestir aðrir karlmenn. Hann var ákafur og upp-
vöðslusamur í eftirgangsmunum sínum og lagði sig allan
fram um að vinna hug hennar.
Kvöld eitt hafði hann brotið sér braut inn í búnings-
herbergi Consuelo til þess að játa henni ást sína. Hann
varpaði fögrum og dýrmætum gimsteini að fótum henn-
ar, og síðan greip hann hana í faðm sér og gerði sig lík-
legan til þess að bera hana á brott með sér.
En í sama bilj réðst sterklegur og aðsópsmikill maður
inn í herbergið, greip hinn ástsjúka mann og varpaði
honum niður stigann.
Þótt andlit þessa bjargvættar hefði verið hulið, þóttist
Consuelo þekkja, að þar hefði Albert verið á ferð. Hún
kallaði á hann og hljóp á eftir honum, en hann var horf-
'\nn eins og jörðin hefði gleypt hann. Er hún stóð þarna
og horfði niður í dimman stigaganginn, kvað hringing
við og gaf til kynna, að næsti þáttur leiksins væri að
hefjast. Hún hraðaði sér fram á sviðið í gerfi Zenobiu og
sigraði alla leikhúsgesti. Hún söng nú aðeins fyrir Albert,
KJARNAR
126
Nr. 1