Kjarnar - 01.02.1948, Side 29
og hann færi. Þar biðu þau hjónin eftir henni í tvo daga,
meðan hún var að leita fyrir sér um vist yfir veturinn.
Það seinkaði ferð þeirra að vísu nokkuð, en þau vildu
ekki yfirgefa hana x óvissu, og hún gat ekki neitað þessu
boði. En hún vildi ekki tefja þau lengur. í dag varð hún
að finna sér samastað í þorpinu.
Þarna var verlzunin. Karólína tók barnið á handlegg
sér og stefndi þangað. Henderson kaupmaður var að sópa
gólfið, þegar Karólína og frú Svenson gengu inn. „Góð-
an daginn, frúr mínar. Hvað get ég gert fyrir ykkur?“
sagði hann.
Hún sagði honúm, að hún þyrfti helzt að dvelja í þorp-
inu yfir veturinn, þangað til Karl kæmi, en vantaði veru-
stað. Hún kvaðst geta unnið eitthvað fyrir sér, og auk
þess hefði hún dálitla peninga.
Henderson kaupmaður kippti í skegg sér og sagði: „Já
ef satt skal segja, þá eru ekki margar konur hérna 1 þorp-
inu núna. Flest fólkið hefur haldið aftur austur á bóginn
eftir að engispretturnar réðust á okkur. Við viljum
auðvitað gera allt fyrir yður, sem við getum, en þér verð-
ið samt að tala við konuna mína um þetta.“ Hann opnaði
dyr innar af búðinni og kallaði: „Mamma, hérna eru tvær
konur, sem langar til að tala við þig.“
Frú Henderson var að matreiða morgunverðinn. Hún
var lítil kviklát kona. „Já, það er hverju orði sannara.
Auðvitað getið þér alls ekki dvalið ein þarna úti á slétt-
unni í vetur, en við höfum nú aðeins eitt svefnherbergi
héirna, og við erum sex, og þegar kemur að okkur að taka
skólakennarann, verðum við að láta hann sofa hérna í
eldhúsinu.
En hérna fyrir handan götuna býr hún frú Decker.
Nr. 1 27 KJARNAR