Kjarnar - 01.02.1948, Síða 9
bekkur og eldavél úr járni. Þessa muni hafði Karl keypt
af fyrrverandi eiganda þessa lands. Sólin sendi hinztu
geisla dagsins inn um dyrnar, sem vissu í vestur. Þaðan
var útsýni yfir vatnið og endalausa sléttuna. Þarna var
líka ofurlítill gluggi, gerður úr olíupappír.
Engin híbýli gátu verið hlýlegri í vetrarkuldunum né
svalari í sumarhitunum. Þetta var allt svo heimilislegt.
Þarna var hesthúsið og skóglaus og frjósöm jörð allt um
kring. Allt var þakið vöxtulegu grasi, sem mundi verða
fóður handa hestunum yfir veturinn og eldsneyti handa
húsráðendum. Þau þurftu aðeins að búa hér og rækta
landið, og það mundi gefa þeim ríkuleg laun erfiðisins.
Allt var komið í kring og búið undir veturinn, þegar
snjóa tók. Hestunum leið vel í hesthúsinu, og nóg var af
fóðri, bæði heyi og höfrum, handa þeim til vors. Karl
hafði slegið mikið af hinu stórvaxna grasi, og það var nú
samankomið í stóran stakk við hesthúshornið.
Stórhríðar hófust, og stormurinn skóf mjöllina yfir
endalausa sléttuna. Þegar bjart var veður, tók Karl byssu
sína og fór á veiðar og hann kom oftast með nýtt kjöt og
loðinn feld heim aftur. Karólína annaðist hússtörf. Hún
hreinsaði til, saumaði, matreiddi og bakaði. Þegar stór-
hríðin hamaðist úti fyrir, gróf Karl sér aðeins snjógöng
milli hesthússins og íbúðarhússins. Hann hafði strengt
kaðal frá dyrunum heima út að hesthúsdyrunum til þess
að engin hætta væri á, að hann villtist fram af háum
vatnsbakkanum í blindbyljum.
Karl bjó til vöggu úr tveim kössum. Hann skóf viðinn
vandlega með broti úr lampaglasi, unz hann var sléttur
og hrufulaus. Á kvöldin var notalegt og heimilislegt þarna
inni. Lampinn sendi góða birtu um húsið, og frá elda-
Nr. 1
7
KJARNAR