Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 105
garðinum við húsið. Kvöldið, sem þessir örlagaríku at-
burðir skeðu, hafði Roylott læknir gengið mjög snemma
til herbergis síns, þótt við hefðum orðið þess varar, að
hann gekk ekki þegar til hvílu. Systir mín hafði fundið
eim af ilmsterkum Indíánavindli, en það er venja hans og
mesta eftirlæti að reykja slíka vindla. Þess vegna hafði
hún farið út úr herbergi sínu og kom inn til mín, og þar
sat hún nokkra stund. Við ræddum glaðlega saman, aðal-
lega um hið væntanlega brúðkaup. Klukkan ellefu reis
hún á fætur og bjóst til að yfirgefa mig. En hún nam
staðar á þröskuldinum og sagði:
„Heyrðu, Helen. Hefur þú aldrei heyrt lágt hvísl eða
blí-stur í næturkyrrðinni hérna í húsinu?“
„Nei, aldrei“ svaraði ég. „Hvers vegna spyrðu að því?“
„Vegna þess, að nokkrar síðustu nætur um klukkan
þrjú, hef ég heyrt greinilegt en lágt blísturshljóð eða
hvæs, en ég get þó ekki gert mér fyllilega ljóst, hvaðan
það berst. Ef til vill kemur það úr næsta herbergi. Ég
hélt kannske, að þú hefðir heyrt það líka.“
„Nei, ég hef ekki heyrt það. Það hlýtur að koma frá
þessum bannsettu töturum.“
„Já, það er mjög líklegt. Jæja, það er að minnsta kosti
ekkert markvert.“ Hún brosti til mín, lokaði hurðinni og
andartaki síðar heyrði ég hana snúa lyklinum í skránni á
herbergishurð sinni.“
„Já, einmitt það. Var það venja ykkar systra að læsa
ætíð herbergjum ykkar um nætur?“ sagði Holmes.
„Já, ætíð. Ég sagði yður það áðan, að læknirinn hefði
haft hlébarða og apa í húsinu. Við þóttumst ekki örugg-
ar fyrir þeim nema sofa innan læstra dyra.“
Nr. 1
103
KJARNAR