Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 74
hann hlustaði á sín eigin orð. Þau
mundu alltaf unnast og þola saman
súrt og sætt, og að lokum sagði
hann:
„Teresína, ég spyr þig nú blátt
áfram: Viltu vera mín og giftast
mér?“ Hún var svo frá sér numin,
að hún gat engin orð fundið til
þess að svara þessu. í stað þess hall-
aði hún höfði sínu að honum, svo
að hattkollurinn hennar nam við
skegg hans og eyra hennar hvíldi
við brjóst hans, svo að hún heyrði
hjartslátt hans. Svo sagði hún lágt:
„Elsku Philippe, elsku Philippe."
Þetta var játning, sem feykti burt
úr huga hans hverjum efa um
tilfinningar hennar, og hann fann
til hrifningar yfir því, hve orð hans
höfðu haft djúp áhrif á hana.
Hann einsetti sér, að hann skyldi
aldrei gleyma þessari sárljúfu játn-
ingu hennar, er hún hvíslaði nafn
hans ástblíðum rómi.
Ökuferðin heim leið i sæluvímu.
Klukkan var orðin ellefu, og flestir
borgarbúar voru gengnir til náða,
en fáein götuljósker lýstu þó leið
þeirra. Hvergi heyrðist nokkurt
hljóð nema hófatak hestsins, er
hann brokkaði austur á leið eftir
auðum götum.
Teresina þorði ekki annað en
láta kveðjurnar vera frcmur stutt-
ar. Philippe opnaði fyrir hana úti-
dyrnar, en síðan greip hann hana
í faðm sér, og það faðmlag rændi
hana þvi nær öllum mætti til að
ýta honum frá sér og skella hurð-
inni aftur við nefið á þessum ást-
leitna elskhuga.
Frú Rogers fylgdist nákvæmlega
með þessum atburðum í skáspegl-
inum við gluggann sinn, og hún
kinkaði íbyggin kolli.
Zena frænka þeysti inn í stofuna
svo að blái silkisloppurinn breidd-
ist út frá henni eins og vængir.
Hún stóð nær Jrví á öndinni af
æsingi og hrópaði:
„Hefurðu heyrt það, Jessi? Ertu
ekki alveg steinhissa á þessum frétt-
um?“
„Fréttum? Hvaða fréttum? Hefur
eitthvað inerkilegt skeð, sem átt
hefði að segja mér, en verið látið
undir höfuð leggjast?"
En áður en Zena frænka gæti
skýrt, hvernig í málinu lægi, tók
Teresína til máls, róleg og virðu-
leg, eins og þetta væri aðeins eitt-
hvað, sem öll fjölskyldan hefði átt
að vita fyrir og mátt búast við.
„Philippe bað mín í gærkveldi,
og ég hef lofazt honum."
Faðir hennar varð töluvert drjúg-
ur, en þó undrandi á svipinn.
„jæja, ekki nema það þó. Hverjum
hefði nú svo sem dottið annað eins
í hug og það, að hún Sína litla færi
að giftast honum Philippe? Hvað
kom nú fyrir þingmanninn okkar,
hann Harry? Ég hélt alltaf, að hann
væri eftirlætisgoðið."
Kvenfólkið leit á hann vorkunn-
KJARNAR
72
Nr. 1