Kjarnar - 01.02.1948, Side 74

Kjarnar - 01.02.1948, Side 74
hann hlustaði á sín eigin orð. Þau mundu alltaf unnast og þola saman súrt og sætt, og að lokum sagði hann: „Teresína, ég spyr þig nú blátt áfram: Viltu vera mín og giftast mér?“ Hún var svo frá sér numin, að hún gat engin orð fundið til þess að svara þessu. í stað þess hall- aði hún höfði sínu að honum, svo að hattkollurinn hennar nam við skegg hans og eyra hennar hvíldi við brjóst hans, svo að hún heyrði hjartslátt hans. Svo sagði hún lágt: „Elsku Philippe, elsku Philippe." Þetta var játning, sem feykti burt úr huga hans hverjum efa um tilfinningar hennar, og hann fann til hrifningar yfir því, hve orð hans höfðu haft djúp áhrif á hana. Hann einsetti sér, að hann skyldi aldrei gleyma þessari sárljúfu játn- ingu hennar, er hún hvíslaði nafn hans ástblíðum rómi. Ökuferðin heim leið i sæluvímu. Klukkan var orðin ellefu, og flestir borgarbúar voru gengnir til náða, en fáein götuljósker lýstu þó leið þeirra. Hvergi heyrðist nokkurt hljóð nema hófatak hestsins, er hann brokkaði austur á leið eftir auðum götum. Teresina þorði ekki annað en láta kveðjurnar vera frcmur stutt- ar. Philippe opnaði fyrir hana úti- dyrnar, en síðan greip hann hana í faðm sér, og það faðmlag rændi hana þvi nær öllum mætti til að ýta honum frá sér og skella hurð- inni aftur við nefið á þessum ást- leitna elskhuga. Frú Rogers fylgdist nákvæmlega með þessum atburðum í skáspegl- inum við gluggann sinn, og hún kinkaði íbyggin kolli. Zena frænka þeysti inn í stofuna svo að blái silkisloppurinn breidd- ist út frá henni eins og vængir. Hún stóð nær Jrví á öndinni af æsingi og hrópaði: „Hefurðu heyrt það, Jessi? Ertu ekki alveg steinhissa á þessum frétt- um?“ „Fréttum? Hvaða fréttum? Hefur eitthvað inerkilegt skeð, sem átt hefði að segja mér, en verið látið undir höfuð leggjast?" En áður en Zena frænka gæti skýrt, hvernig í málinu lægi, tók Teresína til máls, róleg og virðu- leg, eins og þetta væri aðeins eitt- hvað, sem öll fjölskyldan hefði átt að vita fyrir og mátt búast við. „Philippe bað mín í gærkveldi, og ég hef lofazt honum." Faðir hennar varð töluvert drjúg- ur, en þó undrandi á svipinn. „jæja, ekki nema það þó. Hverjum hefði nú svo sem dottið annað eins í hug og það, að hún Sína litla færi að giftast honum Philippe? Hvað kom nú fyrir þingmanninn okkar, hann Harry? Ég hélt alltaf, að hann væri eftirlætisgoðið." Kvenfólkið leit á hann vorkunn- KJARNAR 72 Nr. 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.