Kjarnar - 01.02.1948, Page 71
ekki talizt eigingjarnt a£ mér, þótt
ég óski þess heldur, að þú veljir
hana.
Þetta samtal benti Philippe á áð-
kveðið takmark. Frænka hans mælti
fremur meö nöfnu sinni, og hin
franska hagsýni, sem í honum bjó,
leiddi hann að þeirri niðurstöðu,
að það væri engin ástæða til þess
að hika lengur. Auk þess virtust
líka fleiri vera á höttunum eftir
konunni. Þarna var ungur lækna-
stúdent, allra snotrasti maður en
virtist þó ekki hættulegur keppi-
nautur. Hann hafði líka heyrt
minnzt á ungan, myndarlegan
mann i nágrenninu, og hann gat
oröið hættulegur. Það var óskyn-
samlegt að vera alltof öruggur um
sjálfan sig, þegar ung og fögur kona
var annars vegar. Hann ákvað því
að fara aftur með Zenu frænku til
Kensington og bjóða Teresínu með
sér í leikhús eða á hljómleika, sem
hann hafði séð auglýsta og látið
mjög af.
Hinn mikli dagur rann upp. Há-
tíðin var sett, og þau fengu að-
göngumiða til þess að hlusta á
setningarræðu forsetans og fengu
að sjá einræðisherra Brazilíu og
drottningu hans. Fjölskyldan hafði
tvenna aðgöngumiða vegna kunn-
ingsskapar síns við æðri menn, sem
að hátíðunum stóðu. Harry Naylor
hafði sent Teresínu fjóra aðgöngu-
miða, því að hann var í áhrifaað-
stöðu við hátíðahöldin. Philippe
hafði líka sent fjóra aðgöngumiða,
og þrír af fjölskyldunni gátu því
setið hjá honum á gestasvæðinu fyr-
ir erlenda gesti. Þar hafði Teresína
ætlað sér sæti við hlið hans, en fað-
ir hennar kom í veg fyrir það. „Við
getum ekki öll farið i sama vagnin-
um, það er augljóst mál, svo að ég
ætla að taka tvíburana og Teresínu
með mér;“
Teresína lcomst að þeirri niður-
stöðu, að það var gagnslaust að
mæla gegn föður hennar, en henni
var þungt í skapi, þegar þau sett-
ust upp í leiguvagninn. Þetta var
auðvitað ekkert annað en að gefa
Júlxu kærkomið tækifæri til þess að
skjóta henni ref fyrir rass, og Tere-
sína var ekki í nokkrum vafa um
það, að misyndiskvendið hún systir
hennar mundi notfæra sér það til
hins ýtrasta.
En rétt f þessu hafði frú Rogers
fengið gullvæga hugmynd: „Þú
manst það, Zena, að Jessi sagði, að
sporvagnar gengju eftir Richmond-
stræti beina leið inn á hátíðasvæð-
ið, og það er langbezt að fara með
þeim.“
Ferð þeirra gekk því miklu betur
en bónda hennar. Vegirnir í Vest-
ur-Philadelphíu voru um þessar
mundir allir sundurgrafnir af
regni og mikilli umferð, og leigu-
vigninn festist tvisvar í leðjunni á
leiðinni. Rogers og börnin, sem
Nr. 1
69
KJARNAR