Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 100
ll/|‘ORGUN einn í apríl vaknaði ég við það, að Sher-
lock Holmes stóð alklæddur við rúm mitt. Hann var
venjulega síð-risull, svo að ég horfði á hann töluvert
undrandi.
„Mér þykir leitt að verða að vekja þig, Watson,“ sagði
hann. „En það er annars ekkert sérlega merkilegt á
seyði.“
„Hvað er þá að? — eldur?“
„Nei, aðeins nýr skjólstæðingur, ung kona í töluverðri
hugaræsingu. Hún situr inni í stofunni og bíður okkar.“
Það var mesta ánægja mín að fylgjast með rannsókn-
um Sherlock Holmes á þeim málum, er honum voru falin,
og dást að hugkvæmni hans og ályktunargáfum.
Ég var klæddur og reiðubúinn eftir nokkrar mínútur,
og við fylgdumst að niður stigann. Svartklædd kona reis
upp úr sæti sínu um leið og við gengum inn í stofuna.
„Góðan, daginn frú,“ sagði Holmes glaðlega. „Ég heiti
Sherlock Holmes og þetta er náinn vinur minn og aðstoð-
armaður, Watson læknir, og yður er óhætt að tala eins
hreinskilnislega í návist hans og við mig einan.
„Það er gott, að eldur skuli loga á arni, því að mér sýn-
ist þér skjálfa.“
„.Já, en það er ekki af kulda,“ sagði konan lágri röddu.
kjarnar 98 Nr. 1