Kjarnar - 01.02.1948, Side 18
borða. Hún gekk aftur með honum út að ökrunum. Þau
sáu glitta í eldana í grasinu og megna reykjasterkju
lagði fyrir vit.
Myrkrið var að detta á, og þau vissu ekkert, hvað
gerðist um nóttina.
Þegar fyrstu geislar morgunsólarinnar runnu yfir
sléttuna, virtist öll jörðin komast á hreyfingu og ein-
kennileg suða barst að eyrum. Kornstangirnar kipptust
til sem af sársauka og féllu svo til jarðar hver af annarri.
Karl rak upp hátt óp og réðst út á akurinn. Hann sóp-
aði föllnum kornstöngum saman í bing, og honum fannst
sem hann skæri sitt eigið hold, er hann kveikti í hveit-
inu, en hann varð að fórna nokkru af því til þess að
reyna að bjarga einhverjum hluta þess.
Þykkur reykur gaus upp, og Karl kallaði: „Karólína,
farðu aftur inn og bíddu mín þar. Þú mátt ekki hætta
þér út í þetta. Þú verður að annast barnið.“ Tárin runnu
úr augum hans og mynduðu rákir á sótugum kinnunum.
Hún bar honum svaladrykk á klukkustundarfresti.
Hún færði honum líka mat, en hann vildi ekki borða.
„Ef við gætum aðeins bjargað örlitlu til útsæðis næsta
vor,“ stundi hann. „Ég get fengið lánsfrest, ef ég á út-
sæði.“
En morguninn eftir stóð engin kornstöng eftir á ökrun-
um. Þær lágu þar eins og þær hefðu verið slegnar, en
voru aðeins hismi, þegar við þær var komið. Karólína
sótti vatn niður í víkina og varð um leið litið á plómutrén,
en þar var aðeins naktar greinar að sjá .
Þegar Karl kom inn í kofann, var andlit hans kolsvart
og augun rauð og blóðhlaupin. „Jæja, Karólína. Hveitið
K.JARNAR
16
Nr. 1