Kjarnar - 01.02.1948, Side 5
hvort mundi verða skemmtilegra að aka vestur á bóginn
eftir ókunnum vegum, eða sitja á kvöldin við eldinn. Þá
mundi Karl leika á fiðlu sína meðan hestarnir bitu
grasið, en tungl og stjörnur stafa mildum bjarma
gegnum hlýlegt næturhúmið. Karl mundi kannske
standa á fætur og syngja uppáhaldslagið sitt svo að berg-
málaði í hæðunum í kring. Vísan var um elskendurna,
sem haldast í hendur þegar ofviðrið geisar, en það er
brátt gengið hjá, og elskendurnir finna sér bólstað í landi
hamingjunnar.
Svo mundi Karólína fela eldinn, meðan Karl tjóðraði
hestana undir nóttina, og síðan mundu þau ganga til
sængur í vagninum.
Já, þannig var þetta líka í raun og veru. Karl skaut
eitthvert dýr eða fugl á hverjum degi. Þegar þau vanhag-
aði um mjöl, te eða sykur, staðnæmdust þau við eitthvert
bóndabýlið og unnu sér fyrir þessu.
Það var mjög liðið á sumar, þegar þau komust vestur á
sléttuna. Karl fékk atvinnu við akstur við járnbrautar-
lagningu. Það gat beðið að byggja bæinn. Hann ætlaði að
líta ofurlítið í kringum sig, áður en hann næmi sér land,
og þau dvöldu í bækistöðvum járnbrautarmanna. Þau
áttu von á barni, og þörfnuðust peninga.
Bækistöð mannanna, sem voru að leggja járnbrautina
vestur sléttuna, var hvorki stór né reisuleg. Þetta voru
timburskálar, einn svefnskáli, eldhús og matskáli. Frú
Baker og systir hennar, sem voru ráðskonur og bjuggu í
eidhúsinu, voru subbulegar og úrillar kerlingar, svo að
Karólína gat ekki búið hjá þeim. Karl byggði því hlýleg-
an kofa handa þeim. Hann hjó sér bjálka í skóginum, og
hún hjálpaði honum við að reisa veggina. Síðan strengdu
Nr. 1
3
KJARNAR