Kjarnar - 01.02.1948, Side 53

Kjarnar - 01.02.1948, Side 53
viss um vilja minn, áður en ég á- kveð nokkuð. Ég ætla að reyna að komast hjá öllurn mistökum." Quinby brokkaði léttilega yfir brúna við Schuylkill, og neðan við hana úði og grúði af skautafólki á ísi lagðri ánni. Það var búið marg- litum skautafötum. „Það væri gam- an að bregða sér á skauta núna. Eigum við að leigja okkur skauta núna og leika okkur um stund?" „Nei, blessaður minnstu ekki á það. Ég er heldur ekki þannig klædd núna. Og hvernig heldur þú, að ég mundi verða í framan eftir það?" „Já, það er satt. Það mundi líka vera illt fyrir Quinby að standa hér í kuldanum og bíða eftir okk- ur," viðurkenndi Gústi. „Ég ætla að aka yfir hátíðasvæðið og sjá hvað byggingarnar eru komnar langt á- leiðis. Það virðist nærri ótrúlegt, að árið 1876 skuli heilsa eftir nokkra daga, finnst þér það ekki, Sína?" Quinby teygði sig eftir Elm Avenue með fram hátíðasvæðinu. Gústi var hrifinn af því, hve bygg- ingunum hafði miðað vel áfram síðan um sumarið. Hið mikla ferðamannahótel, sem myndaði stóran þríhyrning fyrir endanum á Belmont Avenue, var nær því full- gert, og sama var að segja um gisti- húsið Globe, sem stóð við næstu götu. „Þarna hljóta að verða hundruð af herbergjum fyrir ferðainenn í þessum tveim byggingum. Ég get ekki ímyndað mér, hvaðan allt það fólk á að koma, sem fylla skal þau," sagði Teresína. „Nú, veiztu það ekki, að allar þjóðir munu streyma hingað tii Philadelphíu í sumar. Það mun verða stórfenglegasta hátíð, sem haldin hefur verið nokkurs staðar i heiminum. Hátíðasvæðið er fimm sinnum stærra en svæðið, sem sýn- ingin í London hafði til umráða fyrir styrjöldina. Gústi stöðvaði Quinby meðan hann athugaði ýms- ar byggingar. Sumar þeirra voru aðeins hálfgerðar enn, en aðrar nær fullgerðar. „Þarna einhvers staðar er franska sýningarhúsið. Ég held, að það sé þar, sem bróður- sonur mannsins hennar frænku þinnar á að starfa." Frá því Sína hafði fyrst heyrt þess getið, að þessi Frakki kæmi þangað, hafði hún gert sér ýmsar hugmyndir um hann. Hann hlaut auðvitað að vera auðugur. Og álit- legur, úr því hann var Frakki. Hann hlaut líka að vera ókvæntur, því að annars hefði frænka getið þess sérstaklega í bréfum sínum. Teresína hafði ekki hugann lengur við það, sem fyrir augun bar. Hún kinkaði aðeins kolli annars hugar, þegar Gústi benti henni á einhverja byggingu. Hún var að brjóta heil- ann um það vandamál, sem oftast sótti að henni upp á síðkastið: Val eiginmanns. Nr. 1 51 KJARNAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.