Kjarnar - 01.02.1948, Page 94
návist þeirra voru þrestirnir í trján-
um, sem kvökuðu glaðlega í kvöld-
kyrrðinni.
Þau sátu lengi og nutu ástar
sinnar. Svo stóðu þau á fætur, lög-
uðu klæði sín og greiddu hár sitt.
Gangan niður í dalinn var ekki
löng, en þau fóru hægt. Júlía fann
til ofurlítillar þreytu, er þau komu
niður á bryggjuna aftur og sáu þar
lítinn gufubát ferðbúinn. Þau
stigu um borð, og Júlía settist á lxt-
inn bekk á þilfarinu.
„Ó, Philippe, þetta hefur verið
dásamlegur dagur. Ég mun aldrei
gleyma honum. En það er eitt, sem
mig langar til að vita. Hvað eigum
við að segja Teresínu um þetta?
Við getum ekki farið á bak við
hana.“
Philippe varð alvarlegur á svip.
„Ég hef gert glappaskot, Júlía, og
engin orð geta bætt það. Mér er
það fullkomlega ljóst nú, að þú ert
eina stúlkan í heiminum, sem ég
mun nokkru sinni elska, og ég
held að þú elskir mig á þann hátt,
sem Teresína mun aldrei verða fær
um. Ég mun ekki sleppa af þér
hendinni fyrr en við erum gift.“
„Ertu þá enn þá ákveðinn í því
að vilja giftast mér eftir það, sem
hefur gerzt í dag, Philippe. Ég hélt,
að þetta mundi verða endirinn á
samvistum okkar, og ég vildi njóta
þeirra."
„Vina mín, þú ert perla, ofiír-
lítil amerísk perla. Við munum
gifta okkur í kvöld, ef þess verður
nokkur kostur. Ég býst við, að það
sé ekki eins vafningasamt að ganga
í hjónaband hér eins og í Frakk-
landi/
„Er þér þetta fullkomin alvara,
Philippe? Þú veizt, að pabbi er
kvekari, og þeir líta á mann og
konu sem hjón, er þau hafa notið
ástar sinnar, þótt þau hafi ekki
fengið prestvígslu. Fuglarnir sáu til
okkar, og mér finnst ég vera gift
þér. Við verðum víst að láta það
nægja í kvöld, því að það er óger-
legt að ná í nokkurn prest svona
seint.“
Það leið fram yfir miðdegisverð-
artíma, og eklci kom Júlía.
„Jessi," sagði frú Rogers. „Mér
er alveg óskiljanlegt hvað hefur
getað orðið af henni Júlíu. Hún
læddist eitthvað út í dag ein síns
liðs, og síðan hef ég ekki séð hana.“
Herra Rogers dæsti þunglega.
„Gústa, ef þú vildir nú gera svo
vel að vera ekki svona óðamála, þá
mundi ég skilja betur, hvað þú ert
að segja."
„Ó, pabbi, ég er svo óróleg vegna
hennar. Hún veit vel, hvenær við
erum vön að borða miðdegisverð-
inn, og hún fór út alein. Það hlýt-
ur eitthvað að hafa komið fyrir
hana."
Herra Rogers rannsakaði húsið
til þess að ganga úr skugga um, að
konu hans skjátlaðist ekki. Svo leið
Nr. 1
KJARNAR
92