Kjarnar - 01.02.1948, Page 26
haft eitthvað á hornum sér um þeíta óheillaland þarna
vestur frá, Karólínu til mesta ama.
„Landið er ágætt, Svenson,“ sagði hún ákveðin. „Þú
getur ekki ætlazt til þess, að landið sjálft mati þig með
skeið, svo að þú þurfir ekkert fyrir lífinu að hafa.“
Svenson benti með mathnífnum sínum út yfir sléttuna,
sem var gróðurlaus og skrælnuð. „Nei, þetta land ofelur
engan,“ sagði hann biturlega. „Þetta er bölvað land.“
Karólína þagði við. Hún gat ekki fengið af sér að mót-
mæla þessu með þykkju eins og hana langaði mest til.
Eftir stutta stund sagði hún þó: „Já, það er heitt hérna,
af því að hér vaxa engin tré, en þar sem tré eru, verða
menn að höggva þau og brenna til þess að geta ræktað.
En hér er líka hægt að rækta tré, þar sem mann langar
til, og þá er hægt að leita forsælu í skugga þeirra. Þetta
er gott og frjósamt land.“
Þegar kom fram í september, fór Karólína að telja vik-
urnar. Það voru aðeins átta vikur, þangað til Karl kæmi
heim.
Morgun einn stóð Svenson allt í einu í dyrunum. Hann
sveiflaði klunnalegri hendinni og sagði: „Við förum.“
Svenson-hjónin höfðu gefizt upp. Tárin komu fram í
augu hans, alveg eins og þfegar hann kom þangað í fyrsta
sinn og sagði henni, að konan sín væri einmana. „Stóru
býflugurnar hafa drepið allar lirfurnar.“ Þetta gera bý-
flugurnar stundum, þegar eðlishvötin segir þeim, að þær
muni ekki geta fóðrað ungana yfir veturinn. Engisprett-
urnar höfðu etið upp allan jurtagróður, sem býflugurnar
gátu fengið hunang úr. Svenson táraðist vegna litlu bý-
flugnanna. Hann kvaðst ekki vilja búa í landi, sem væri
svo illt, að býflugur gætu ekki einu sinni lifað þar.
KJARNAR
24
Nr. 1