Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 123
vera mjög snjöll frá sjónarmiði reynds læknis, sem auk
þess hafði margra ára starfsæfingu í Austurlöndum.
Síðan setti ég blístrið í samband við þetta. Að sjálf-
sögðu varð hann að finna eitthvert ráð til þess að lokka
slönguna aftur til sín, áður en birti af degi. Hann hafði
tamið hana í þessu augnamiði, og ef til vill notað mjólk-
ina í undirskálinni í sama tilgangi. Hann tróð henni inn í
loftrásaropið og lét hana skríða yfir í herbergið og niður
eftir strengnum ofan í rúmið. Það gat oltið á völu, hvort
hún beit eða ekki, en að því hlaut að koma fyrr eða síðar,
ef þetta var endurtekið nótt eftir nótt.
Er ég athugaði setuna í stólnum í herbergi læknisins,
sá ég, að oft hafði verið staðið uppi á henni, eins og hann
þurfti að gera til þess að koma slöngunni upp í opið. Járn-
skápurinn, mjólkurskálin og hringaða hundasvipan tóku
af allan vafa. Málmhljóðið, sem ungfrú Stoner heyrði,
hefur sennilega stafað af því, er hann skellti skápnum
aftur og lokaði kvikindið inni. Þér er hins vegar kunnugt
um, hvaða aðferð ég ákvað að beita til þess að gera hann
sannan að sök. Ég heyrði, þegar slangan skreið niður
strenginn og réðst þá að henni og hristi og barði í streng-
inn. Ég hef að líkindum komið við hana með stafnum, og
það hefur vakið reiði hennar. En hún sneri við og fór aft-
ur til baka, en lét reiði sína bitna á þeim, sem fyrst varð á
vegi hennar, og það var eigandi hennar og húsbóndi sjálf-
ur.
Það má því með nokkrum sanni segja, að ég eigi nokkra
hlutdeild í dauða Roylotts læknis, en ég býst ekki við, að
það raski hugró minni.“
Nr. 1
121
KJARNAR