Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 30
Hún er góð og hjálpsöm kona. Hún hefur að vísu aðeins
eina stofu til íbúðar, en þau eru þó aðeins tvö í heimili,
maðurinn hennar og hún. Og þarna býr hún frú Insull.
Ég veit að vísu ekki, hvort hún telur sig geta tekið fólk
til dvalar, en það sakar ekki að reyna.“
Frú Decker var mögur og dapurleg kona með stingandi
svört augu. Hún stóð í dyrunum og leit hvasst á Karólínu
og barnið, og síðan gaut hún augunum á giftingarhring-
inn hennar.
„Því er maðurinn yðar ekki hér til þess að annast yð-
ur?“ spurði hún önug.
„Hann er að vinna austur í ríkjum,“ sagði Karólína.
„Hann mun koma aftur eins fljótt og hann getur.“
„Getið þér greitt fjóra dollara á viku.“
Karólínu brá. Hún leit örvilnuð á konuna og hristi höf-
uðið.
„Jæja, ef þér getið ekki greitt svo mikið,“ sagði frú Dec-
ker. „Mér fellur þó illa að þurfa að reka nokkurn þurf-
andi frá dyrum mínum.“
Karólína sagði hikandi: „Það er að vísu heldur meira en •
ég býst við að geta greitt, en ég ætla að athuga málið.
Verið þér sælar, frú Decker.“
Karólínu fannst það sem illur draumur, að verða að
ganga heimilislaus um þessar götur. Frú Insull bjó uppi
á lofti í eina tveggja hæða húsinu í þorpinu. Karólína
herti sig upp og gekk þangað. Frú Insull kom sjálf til
dyra. Hún var að þvo gólfið og var með skýluklút á höfð-
inu og gólfdulu í hendi.
„Góðan daginn, ég er að leita mér að atvinnu,“ sagði
Karólína.
„Jæja, það er nu raunar nóg að gera hér. En ef þér
kjarnar 28 Nr. 1