Kjarnar - 01.02.1948, Page 13
lína lofaði henni að halda á Jóni Karli. Hann hló og hjal-
aði í örmum hennar.
Þegar Karólína bjóst til ferðar, gekk frú Svenson með
henni út að litlu útihúsi og sýndi henni tvær býkúpur.
Karólína kenndi henni orðin „býfluga“ og „hunang“, og
svo fór hún heim glöð í lund og hafði sitt af hverju að
segja Karli úr förinni.
Síðan skiptust þær á heimsóknum, Karólína og frú
Svenson. Þær eyddu kvöldstundum hvor hjá annarri og
þáðu kaffi. Karólínu fannst vera orðið þéttbýlt þarna,
þegar hún var búin að fá nágranna í aðeins hálfrar mílu
fjarlægð.
Uppskeran virtist ætla að verða ágæt. Auk hveitisins
mundu þau fá kartöflur, gulrætur og rúg til að lifa á
næsta vetur, og fyrir það, sem þau mundu selja af hveit-
inu, gætu þau keypt sér ýmsa nauðsynlega hluti og annan
varning, sem þau þörfnuðust. Ef allt gengi vel, gætu þau
eignazt kú næsta vor. Þá ætlaði Karl líka að byggja nýtt
íbúðarhús.
Þau sáðu trjáfræinu í tvær raðir við blettinn, þar sem
þau ætluðu að byggja nýja húsið. Á hverjum degi bar
Karólína margar fötur af vatni neðan frá víkinni til þess
að vökva trjáfræin. Einhvern tíma mundu þau verða há
og limmikil tré og veita skjól fyrir næðingum.
Dag einn snemma í júní, sagði Karl: „Mig langar til að
sýna þér dálítið.“ Rödd hans var áköf og glaðleg. Hún
gekk með honum upp eftir stígnum frá kofanum og út á
akrana. Þar staðnæmdust þau og horfðu frá sér numin yf-
ir bylgjandi hveitiöxin, sem risu þar brjósthá, græn og
þroskaleg.
„Líttu á, Karólína,“ sagði Karl og rödd hans titraði af
Nr. 1
11
KJARNAR