Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 84
við vonina með lauslegum atlot-
um, léttum kossum og ástúðlegum
augnatillitum. Milli Philippes og
hestsins hans ríkti einkennilega ná-
inn skilningur á því að sveigja allt-
a£ út á veginn í áttina til Belmont
Mansion, en Teresína lét ekki
veiða sig, og öll sú ástleitni, sem
Philippe kunni að beita, gat ekki
brotið varnarmúr hennar.
Snemma í ágúst eftir úrhellis-
rigningardembu minnkaði hitinn
og hélzt svo nokkra daga. Philippe
vildi reyna að nota sem bezt þenn-
an kærkornna svala og ætlaði að
vera heilt kvöld úti með Teresínu
og skoða allt sýningarsvæðið ná-
kvæmlega. Dagurinn skyldi enda
með kvöldverði í franska veitinga-
húsinu og kaffi í tyrkneska skálan-
um. Þótt hann dveldi dag hvern á
sýningarsvæðinu, var starf hans svo
bundið við sýningu lands hans, að
honum hafði ekki gefizt tækifæri til
að skoða til hlítar sýningar annaiTa
landa, og Sína hafði ekki einu sinni
komið inn í Fairmount-garðinn
síðan hún hafði orðið vitni að
fundum Philippes og fegurðardís-
arinnar frá Algier, en því atviki
.hafði hún reynt að láta hann
gleyrna með öllu.
Já, þetta var dásamlegur dagur
Götarnar, sem áður höfðu verið at-
aðar efju og olíubrá, voru nú orðn-
ar harðar aftur og þægilegar undir
fæti. Grasfletirnir voru nú aftur
orðiir iðjagranir, og blómin
blómstruðu í öllum regnbogans
litum. Philippe steig upp í fyrsta
sporvagninn, sem kom, og hélt
beina leið til Kensington. Hann
gekk að húsinu og hringdi, og Júlía
kom til dyra eins og vant var. Eyru
hennar höfðu uú vanizt hringingu
hans og fótataki svo, að hún þekkti
hvort tveggja þegar í stað.
Andlit Júíiu var rjótt og andar-
dráttur hennar snöggur. Það var
meira að segja eitthvað óeðlilegt
við bros hennar. Hún forðaðist að
horfa í augu Philippes.
„Mér þykir það leitt, Philippe,
að Sína biður þig að afsaka sig í
kvöld Hún er ekki vel frísk. Ekki
einu sinni svo frísk, að hún treysti
sér til að koma niður í stofuna."
Hann hlýtux að hafa látið ein-
hver vonbrigði i ljós, því að Júlia
rétti höndina ósjálfrátt í áttina til
hans.
„Vertu ekki vonsvikinn vegna
þess, Philippe Sína getur áreiðan
lega komið niður í stofuna og hitt
þig seinna í kvöld, það er ég viss
um. Hún er dálílið lasin núna, en
ég er viss um, að hún hressist eftir
nokkurra stunda hvíld."
En hann svaraði ákafur:
„Ég veit það, en getur þú ekki
komið með mér? Þú hefur engum
störfum að gegna í kvöld, er það?
Ég býð Teresínu út með mér aftur
áður en langt líður."
Júlía lagði höndina á munn sér
„Nei, ég get það ekki, Philippe.
Nr. 1
KJARNAR
82