Kjarnar - 01.02.1948, Side 32
„Þér vitið hvar ég á heima. Vilduð þér lofa mér að
sitja á vagninum hjá yður þangað? Ég skal borga yður
einn dollar fyrir það.“
„Já, það er velkomið.“
Frú Svenson reyndi að malda í móinn. Hún sagði, að
Karl treysti því, að þau gættu hennar. Það væri miklu
betra fyrir hana að fara með þeim til Minnesota. Karó-
lína vildi ekki heyra slíkt nefnt. Hún vildi fara heim og
ekkert annað.
Hún keypti sér nú ýmsar nauðsynjar fyrir veturinn og
þakkaði Svenson-hjónunum fyrir alla hjálpsemina við
sig. Hún vissi, að hún mundi aldrei sjá þau framar, og hún
kyssti frú Svenson af sama innileik og hún hafði kysst
systur sína, er hún fór að heiman með Karli.
Síðan settist hún á vagninn og ók með unga manninum
út á sléttuna. Svörtu hestarnir voru viljugir, og þau bar
hratt yfir. Fax þeirra flaksaðist til fyrir vindinum, og
ókunni, ungi maðurinn, sem sat við hlið hennar, var eins
og dularfullur huldumaður.
Þegar þau komu heim til hennar, bar ungi maðurinn
vörurnar inn fyrir hana og fékk vatn að drekka. Karólína
þakkaði honum flutninginn og greiddi honum dollarinn.
„Það er hart að skilja yður hér eina eftir, en ég vona
samt, að góða veðrið haldist enn um skeið. Hvenær kem-
ur maðurinn yðar heim?“
„Ég veit það ekki með vissu.“
„Þér hafið byssu og kunnið að fara með hana?“
„Já.“
„Það er ekki víst, að neitt komi fyrir, en allur er samt
varinn góður. Stúlkan mín er skólakennari í þorpinu, og
ég fer hérna um aftur næsta sunnudag, ef veður verður
Nr. 1
KJARNAR
30