Kjarnar - 01.02.1948, Page 11
vélinni. Þegar hún hélt honum við barm sér og gaf hon-
um brjóstið, virtist henni hamingju sinni engin takmörk
sett.
Snjórinn hvarf í skyndi þetta vor, og áður en varði var
sléttan þakin fögrum blómum. Nú voru dyrnar látnar
standa opnar allan daginn, og Karólína tók drenginn sinn
og bar hann á handleggnum út á akurinn, þar sem Karl
var að plægja. Moldin var frjó og dökk og lofaði góðri
uppskeru.
Þetta sumar mundi járnbrautin verða lögð þarna fram
hjá, aðeins 10 mílur frá heimili þeirra. Margar fjölskyld-
ur mundu koma og setjast að á sléttunni, og næsta sumar
brunaði lestin yfir sléttuna. Allt um kring voru menn að
nema land. Karólína og Karl glöddust af því að hafa kom-
ið fyrst og náð í bezta landið. Þau mundu uppskera fyrsta
hveitið hér á sléttunni.
Morgun einn í maí, er hveitiakrarnir voru orðnir græn-
ir, og Karl var að setja niður kartöflur, ók tjaldvagn með
uxum fyrir yfir sléttuna skammt frá. Um kvöldið benti
Karl Karólínu á lítið bál sem logaði úti á sléttunni hálfa
mílu í burtu, og morguninn eftir sáu þau, að fólk var
farið að byggja þar kofa.
„Við erum að fá nágranna,“ sagði Karl ánægður.
Næsta dag gekk hann þangað til þess að bjóða nágrann-
ana velkomna. Þegar hann kom aftur, var hann vonsvik-
. inn. Þetta voru Svíar og gátu lítið fleytt sér í ensku.
Um hádegið nokkrum dögum seinna birtist herra
Svenson í dyrunum í Fögruvík. Hann var stór maður
og svipurinn kvíðinn. í bláum augum hans glitruðu tár.
Hann teygði langan handlegginn út yfir sléttuna og gaf
frá sér eitthvert blísturshljóð, sem minnti á hvin storms-
Nr. 1
9
KJARNAR